Nú er kjéddlingin orðin klikkuð.

 

Nú ætla ég að drífa mig að blogga þessa færslu.

Sko, hóst, ef ég skrifa þetta ekki strax er hætt við að ég hætti við.

Sonur minn segir að ég verði að gera erfðaskrá áður en ég fer í þetta.

Vinir hans segja að þetta sé ekki fyrir nema sérfræðinga.

Systir mín segir að þetta sé ógjörningur nema ég æfi mig fyrst.

Ég var mönuð.

Björg bloggvinkona sendi mér bréf og sagði:

"komdu með..... plíííís.... mig langar svo að hafa einn klikkhaus með".

Ég ýtti á reply og skrifaði - áður en ég hugsaði - Ok, ég læt vaða !

Er ákveðin í að kaupa mér Pampers áður en ég fer..... því ég á sko eftir að pissa í buxurnar.

.

.

Hér kemur það - áður en ég hætti við........

.

.

Anna Einarsdóttir er búin að skrá sig í RiverRafting í Austari Jökulsá.  Crying

.

 

e51

 

 


Tískuþáttur.

 

Þessu þarf ég að koma á framfæri !

Í gær fór ég í reiðtúr og grill með frábæru fólki... en ætla nú ekkert sérstaklega að segja ykkur það heldur hitt sem á eftir kom.

Við ákváðum að kíkja í miðbæ Reykjavíkurhrepps, síðar um kvöldið. 

Ég smellti mér úr reiðgallanum og í gallabuxur, bol og peysu en eitthvað hafði misfarist í skipulagi mínu, því ég hafði enga aðra skó en hestaskóna mína.

.

12

.

Jæja, stelpan er ekki þekkt fyrir snobb, svo í hestaskónum fór ég á skemmtistaði bæjarins.

Enginn gerði athugasemd við það og ekki varð ég vör við að menn horfðu neitt undarlegar á mig en venja er til.

Eftir aldeilis ágæta skemmtun var haldið út í nóttina.  Mikið var af fólki í miðbænum svo mér datt í hug að gera smá skoðanakönnun.

Ég stoppaði nokkra stráka og spurði þá hvort þeim þætti meira sexý;

  • hestaskórnir mínir
  • rauðu háhæluðu skórnir stelpunnar sem stóð skammt frá.

Það er svo skemmtilegt að segja frá því að einungis einn valdi rauðu skóna.  (lúði !)

Svo stelpur........hestaskór eru tískan í dag.  Wink


Bloggfærslur 29. júlí 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband