Tíska er fáránleg.

 

Hvaða mannapi ákvað að allir ættu að fylgja "tískunni" og vera eins ?

Hver segir að mannverur séu fallegri með uppstrílað hár heldur en ógreiddar ?

Og það heimskulegasta af öllu..... hvaða máli skiptir merki á flík ?

-----------------------------------------

Ég er búin að velja fegurðardís dagsins.

Þessi yndislega stelpa er frá Nepal.  InLove

-----------------------------------------

.

Nepal_crop_w350

 


Einu sinni var ég Indíáni.


Jökulsá Austari.

 

Ferðasaga Bjargar vinkonu minnar er HÉRNA og ég hvet ykkur til að lesa hana áður en þið lesið mína.  Hennar saga er mjög vel sögð ferðasaga þeirra sem hafa kjarkinn. 

Björg  picture_0117_164179  er rosalega skemmtileg og ég get sagt ykkur að hún er miklu fallegri en hún sýnist á þessari mynd.  Wink  Bróðir hennar var með í för og hann er algjör húmoristi.  LoL

Aðrir sem í hópnum voru:

Anúp, fararstjórinn á bátnum okkar, sem án efa bjargaði lífi mínu 35 sinnum. Wizard

Karú, kajakræðarinn, sem ég mútaði.  Lánaði honum góða hanska gegn loforði hans um að vera mættur á svæðið innan 10 sekúndna til að veiða mig upp úr ánni, ef ég skyldi detta.

Anil, sem var einn á trússbátnum... ótrúlega duglegur.

Chris, líka kajakræðari, eldhress.

Síðan voru tvær kjarkmiklar og duglegar stúlkur, starfsmenn hjá Ævintýraferðum og einn strákur frá Californiu sem var sá lélegasti spilari sem ég hef fyrirhitt.  Hann skíttapaði meira að segja spili sem hann kenndi okkur sjálfur - og sat þá eftir með öll bestu spilin á hendinni, en notaði þau ekki.   

Flottur hópur og allir glaðir og hressir.  Grin 

Iss, mér sýndist að þetta yrði bara hundauðvelt ! 

...................

Ferðasaga Önnu kemur hér og takið eftir að enginn upplifði ferðina svona - nema ég.

....................

Á þriðjudag sigldum við af stað, frekar rólega.  Ég sat í miðjum bátnum, brosandi út að eyrum.  Heyrði útundan mér að þau voru að tala um hve lítið væri í ánni.  Vissi ekki að það myndi breyta allri ferðinni hjá mér.  Við sigldum í hálftíma án tíðinda. 

Þá fóru að koma allmiklar flúðir.  Mjög mikið var af stóru grjóti í ánni.  Við sigldum fimlega niður fyrstu flúðirnar.  Bara ferlega gaman.  Smile  Þegar báturinn stoppaði á grjóti, fengum við skipanir frá Anúp.... "allir hægra megin"  "allir vinstra megin"  "allir fram í"  "allir hoppa" og oftast dugði það til að losa bátinn. 

Síðan gerist það, að báturinn stöðvast á grjóti, fyrir ofan allmiklar flúðir.  Anúp segir "allir fram í". 

ALLT Í EINU losnaði báturinn og það kom á hann slynkur.  Mér tókst einhvern veginn að hanga um borð en það sem ég sá næst, olli mér mestu skelfingu sem ég hef á ævinni upplifað.  Ég horfði bókstaflega á alla sópast frá borði, útí iðandi strauminn og grjótið.  Anna var ein á báti og báturinn kastaðist stjórnlaust niður flúðirnar.  (komst reyndar að því síðar að við vorum tvær eftir, hin sat fyrir aftan mig)  Á þessum tímapunkti hélt ég að allt væri búið.  Þessi andartök gerðust eins og í slow motion hjá mér.  Ég held næstum því að ég hafi fengið sjokk, því ég man varla atburðarrásina næstu mínútuna, hvernig fólkið bjargaðist um borð aftur og hvort ég hjálpaði þar til eða hvort ég hékk bara í bandinu og gerði ekki neitt ?  Það komust þó allir heilir í bátinn innan skamms.

.

east_startseite

.

Vá... aldrei aldrei á ævinni hef ég orðið svona hrædd.   Ég fann jafnframt innan í mér að mér var ekki treystandi til að bregðast rétt við ef ég dytti í ánna.  Ég myndi sennilega "panika" og það má alls ekki.   Þessvegna fannst mér vera lífsspursmál fyrir mig að DETTA EKKI ÚT Í.

Ég var afleitur farþegi þennan daginn.  Frown  Anúp var búinn að segja okkur að við ættum að sitja á dekkinu og að hann yrði ekki ánægður ef við settumst innar í bátinn.  Hann myndi gefa okkur eina viðvörun en síðan myndi hann gera eitthvað annað, ef við ekki hlýddum.   Ég fann að ég var öruggari aðeins innar svo ég sat þar, en gat þó enn með góðu móti róið.  Anúp gaf mér viðvörunina, ég færði mig en í næstu flúðum seig ég "óvart" til baka á öruggari staðinn.  Anúp leyfði mér að vera þar.  Það sáu allir hvað ég var skelkuð.  Blush

Næstu 5 tímana sigldum við niður ána.  Einhverjir duttu stundum útí en það varð aldrei neitt í líkingu við fyrsta "óhappið" þótt stundum munaði litlu.   Þegar í kofann var komið, var ég algerlega uppgefin.  Var að reyna að muna hvenær ég var síðast svona þreytt og niðurstaðan var aldrei.

O, Anna, af hverju gastu ekki haft vit á að panta dagsferð í Jökulsá Austari !

..........

Næsta morgun lögðum við af stað aftur.  Þá brá svo við að mér fannst bara ferlega gaman.  Grin  Áin var allt öðruvísi.  Miklu meira vatn og nánast engir steinar, skemmtilegar öldur og mjúkar flúðir.  Ég var svo hamingjusöm að vera ekki hrædd eins og daginn áður.

Eftir klukkutíma siglingu heyrðist splass.  Ég hafði ákveðið að taka sundæfingu án þess að láta neinn vita.  Í hvítri ánni sést ekki til botns.  Klaufinn ég, henti mér út í, þar sem vatnið var bara hálfs meters djúpt og ég hruflaði aðeins á mér hnéð.  LoL   Ferðafélagarnir urðu svakalega hissa þegar ég "datt" því það voru engar flúðir eða neitt. 

Við sigldum í tæpa tvo tíma þennan morgun.  Þá var áð, því hópur Bandaríkjamanna ætlaði að vera samferða síðasta spölinn.   Ég var komin með bólgnar hendur því þurrbúningurinn þrengir verulega að úlnliðnum og ég virtist þola það illa.  Því ákvað ég að 8 tímar í Austari Jökulsá væri bara helv. gott fyrir mig - og meira en margir þora,, þar með talið ég.

Í dag sit ég með alla vöðva auma, sár á hné eftir misheppnaða dýfu "hetjudáðina mína" og nuddsár á hálsi eftir þurrbúninginn, bólu undir nefinu Woundering sem kemur þó málinu ekkert við og............

...... er stolt af sjálfri mér,  þrátt fyrir allt.

Þessari ferð mun ég aldrei í lífinu gleyma og ég hvet fólk til að prófa.... en bara ef það þorir.

Starfsfólk Ævintýraferða er frábært.... allir sem einn.  Grin

Næst ætla ég í Jökulsá Vestari.  Wink


Komin heim.

 

Jæja vinir......er komin heim heil á húfi.  Hef aldrei á ævinni verið svona þreytt.

.

Tired

.

Mér tókst að sigla Jökulsá Austari og nú skal ég segja ykkur leyndarmál.......

........ ég er vatnshrædd.  Grin 

Asninn sem ég get verið !

Meira þegar ég er búin að sofa.  Sleeping

 


Bloggfærslur 16. ágúst 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband