Furðulegt fólk, ræktendur.

 

Við áttum gæðastund í kvöld, ég og hundurinn.  Snæddum saman soðna ýsu með nýjum kartöflum og smjöri.  Hundurinn minn er ljónheppinn.  Systkini hans í Reykjavík fá bara þurrmat.  Það er "inn" að gefa hundum ekki mat.... bara þurrmat.  Virðulegir ræktendur hnussa þegar þeir heyra að hundurinn fær afganga.  Þeim finnst hann líka ekki par merkilegur, þar sem hann er litagallaður.  Það eiga nefnilega allir Cavalier hundar að vera eins á litinn.  

.

%7Bfa89e9bb-0df0-4d1c-91e4-e9ea260d2166%7D_fiskur_a_disk_154x119_opt

Engin mynd af soðinni ýsu á netinu...en hér er Ýsa og þið dragið bara frá Kóríander og appelsínur og eitthvað drasl sem er þarna.

.

 

Hestar hins vegar þykja flottir ef þeir eru litskrúðugir.  Fágætir litir eins og litförótt og vindótt, eru mjög vinsælir.   Hún er merkileg mannskepnan þegar hún fer að setja reglur.

Mér finnst aðalatriðið að dýrunum líði vel.  Ekki hvernig þau eru á litinn eða hvað þau borða.  Enda hafa íslenskir hundar þrifist á afgöngum í gegnum aldirnar og ekki orðið meint af.

Næst eiga líklega börn að borða bara Cheerios og ekkert annað.  Hnuss.  Smile 


Var svo ljót að ég ældi.

 

.

Mirror-Mirror(b)

 

.

Þegar ég lít í spegil,  blasir við mér mynd sem ég er alveg hæstánægð með.  Svo ánægð stundum, að það jaðrar við argasta grobb.

.

Það hefur þó ekki alltaf verið þannig.  Á mínum yngri árum, fann ég spegilmynd minni allt til foráttu.  Lengi vel var ég til dæmis með fílapensil á nefinu.  Við erum að tala um að hann kom sér þarna fyrir öll mín unglingsár.  Þegar fílapensillinn svo loksins, loksins gafst upp í baráttunni við mig, spýttist hann af miklu afli á spegilinn og myndaði þar væna slummu.  Það var gýgur í nefinu á mér, lengi á eftir.

.

Þegar við vorum krakkar, krakkarnir... kannski svona 6-7 ára ...Woundering .... fórum við stundum í leik uppi á lofti, hjá ömmu og afa.  Þá slökktum við öll ljós og svo var einn draugur.... með vasaljós undir hökunni.  Þegar kom að því að ég átti að vera draugurinn, setti ég ljósið undir hökuna, fór að speglinum og gretti mig ógurlega.  ARRRRG  Crying  Mér brá svo við það sem í speglinum var, að ég hljóp hríðskjálfandi niður.  Þorði ekki meir.

.

Annað ógleymanlegt móment á ég tengt spegli.  Þá hafði ég verið mikið veik, bæði með mislinga og rauða hunda á sama tíma.  Jamms,, er soddan snillingur stundum. Joyful  Allavega, ég hafði legið fárveik í rúminu í rúma viku en var svo aðeins að verða brattari.  Staulaðist fram á baðherbergi til að pissa.  Mér verður litið í spegilinn þegar ég geng framhjá....... og ég var svo ljót að ég ældi.  Sick

.

En með auknum þroska og versnandi sjón..... verður spegilmyndin fegurri með hverju árinu.  Grin

 


Bloggfærslur 27. ágúst 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband