Neytendahorniđ - Síminn tekinn í nefiđ.

.

Ţiđ muniđ lćtin ţegar Dominos sendi sms á ađfangadag… til ađ óska gleđilegra jóla ?

Mér fannst ţađ ekki nćstum ţví eins slćmt eins og sms-in tvö sem ég fékk klukkan 9.20 á Jóladagsmorgun frá Símanum.

Ég vaknađi upp viđ ađ síminn pípađi.... tvisvar…… ég rauk upp, viss um ađ eitthvađ hefđi komiđ fyrir.  Veit ađ fólkiđ mitt hefur ekki samband á Jóladagsmorgun nema eitthvađ sérstakt sé.

Opna sms-in í flýti og les;  “Ţú hefur notađ 3.425 krónur af Betri leiđ”  Frown

Arg garg,, handónýtir hálfvitar og kiđfćttar köngulćr !!!!  Angry

Viđskiptayfirlit á Jóladagsmorgun…… 

Ég varđ hoppandi reiđ svo ég segi nú alveg satt.  Svona... AngryAngry... eins og ţađ er nú óviđeigandi ađ vera mikiđ reiđur á jólunum.

.

Milli jóla og nýárs átti ég leiđ í Kringluna og kem viđ í Símabúđinni til ađ biđja starfsfólkiđ ţar ađ móttaka kvörtun og koma til yfirmanna sinna.

Einhver alger sauđur varđ fyrir svörum…..

Hann sagđi:  “Já, ég fékk líka svona sms og mér fannst ţađ bara fínt”

Ég:  “Mér fannst ţađ EKKI fínt….. vinir mínir hringja ekki einu sinni í mig á JÓLADAGSMORGUN… hvađ ţá ađ fyrirtćki eigi ađ tilkynna mér hvađ ég skuldi ţeim.

Hann:  “Ţú fćrđ mig ekkert ofan af ţeirri skođun minni ađ mér finnst ţetta í góđu lagi”…..og ţađ skein í aulasvipinn á drengstaulanum. 

.

Á ţessum tímapunkti breyttist ég í Kolbeinn Kaftein……. í huganum….. ruddi út úr mér fúkyrđum…. í huganum…. Og strunsađi út…. í alvörunni.

.

Daginn eftir hringdi ég í Símann og bađ um kvörtunardeild.

Ţar svarađi mér ljóska:  "Ţetta er bara svona sjálfvirkt kerfi og ekkert viđ ţví ađ gera"...

Ég:  Jájá,, ég er nú ekkert mjög vitlaus og veit ađ ef ţađ er hćgt ađ setja inn sjálfvirkar skipanir... ţá er líka hćgt ađ taka út sjálfvirkar skipanir".

Hún:  "Ég veit ekki hvort ţađ er hćgt... ţetta er alltaf sent á mánudögum". 

Ég:  "Einmitt..... ég verđ ţá líka vakin klukkan 9.40 á nýársdagsmorgun".... Crying

.

Hćtti ađ tala viđ hana og bađ um yfirmann........ bara Síma sjálfan !!

.

Út úr honum gat ég togađ afsökunarbeiđni og hann lofađi ađ sjá til ţess ađ ég fengi EKKI sms á nýársdagsmorgun.

..........................

Skiljiđ ţiđ núna af hverju ég hef ekki húmor fyrir auglýsingu Símans ?  Ekkert heilagt hjá ţessu fyrirtćki.

.

Ég segi annars allt fínt bara........  Wink


Bloggfćrslur 13. september 2007

Um bloggiđ

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfiđ

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband