Ég sprakk.

 

Þegar maður vinnur við þjónustustörf, geta komið upp augnablik, þar sem manni er ómögulegt annað en að hlægja eins og vitleysingur.  Blush

.

Eitt sinn kom maður inn á veitingahúsið, sem ég vann á.  Þetta var um vetur.  Ég stend í afgreiðslunni.  Fyrir framan afgreiðsluborðið var langur dregill.  Maðurinn gengur að dreglinum en þegar þangað er komið, byrjar hann að taka skref afturábak...... reynir áfram og síðan afturábak... en er fastur.  Ég kíki og sé að hann er á mannbroddum.  Pikkfastur í dreglinum.  Hann juggar sér fram og aftur, án árangurs.... fram og aftur...  Ég reyni og reyni að fara ekki að brosa....... en skyndilega finn ég að mér var ómögulegt að halda andlitinu....er gjörsamlega að springa.  Átti engra kosta völ, hleyp úr afgreiðslunni og inn á kæli, sem er með mjög þykkri hurð og öskra úr hlátri. LoL  Slapp fyrir horn, eins og sagt er.

.

Í annað skipti kemur maður inn í banka sem ég starfa í á þeim tíma.  Hann talar við mig... mjög dimmum rómi.  Ég byrja að afgreiða hann.  Maðurinn talar mikið.  Allt í einu skiptir hann um gír og röddin fer algerlega upp á háa C-ið... með viðkomu á nokkrum nótum.  Vá.. þvílíkt raddsvið !!  Ég finn að ég var orðin rauð í framan.... alveg að missa mig.  Þá fer maðurinn aftur í bassaröddina og svo upp í skræk...... og ég spring !!  LoL  Hroðalega neyðarlegt. Blush

.

Dííííí....... maður hlær sko mest þegar maður reynir að hlægja minnst !


Helga systir.

 

Systir mín sagði á síðustu helgi að ég ætti að blogga um hana...... eitthvað verulega gott. 

Hahh... Smile... hún sagði þetta í gríni en......

..hér kemur það.... Wink

................

Hún Helga, litla systir mín, er ein af þessum persónum sem vill allt fyrir alla gera.

Þegar hún kemur í heimsókn, á hún það til að leggjast ofan í baðið hjá mér... ekki í bað... heldur til að skrúbba það,  þar til hægt er að spegla sig í því.  Hún er reyndar snillingur í hreinsivörum og á alltaf réttu efnin til að ná öllum mögulegum og ómögulegum blettum af.   Hún er dugleg.

Ef eitthvað gengur illa hjá mér, þá er Helga alltaf tilbúin að hlusta á mig.  Hún er vinur í raun. InLove

Ef mig hefur vantað pössun eða útréttingar, þá er það Helga sem reddar.

Hún hefur gaman af að gleðja aðra.... leggur t.d. mikla natni í jólagjafir og gefur gjarnan persónulegar gjafir.   

Hennar stærsti kostur er húmorinn.  Ég hef bloggað um hana einhvern tíma áður.... þegar hún var rétt búin að drepa mig úr hlátri.  LoL   Já... mér finnst hún vera of fyndin ef ég er nálægt því að kafna úr hlátri.  

Það var líka aðeins of mikið af því góða þegar hún tók David Bowie ... háu tónana... LoL

(Helga ætti ekki að syngja einsöng) 

--------------------

Helga gaf mér bók í afmælisgjöf......  "Alveg einstök systir"  heitir hún.

Ég ætla að taka upp úr bókinni nokkur orð...... og þau eru til systur minnar frá mér.

.

--------------------

.

Enginn þakkar systrum eða hrósar þeim eða

semur lög um þær.  Systur eru bara til staðar -

eins og hægri handleggurinn á manni.  Þær lifa sjálfstætt

- en eru samt á einhvern hátt hluti af þínu eigin lífi.

Þær flakka inn og út úr tilveru þinni.  Og vita of mikið

um fortíð þína.  Þær hafa minni á við fíla.

Þær þekkja veiku blettina á þér.  Oft andvarpa þær og segja:

"Já, þetta áttirðu til, er það ekki?"

En ef þú ert strandaglópur lengst úti í sveit

eða upp til fjalla, þegar áin hefur breytt um farveg

og rennur gegnum dagstofuna, þegar þú hefur

beyglað bílinn í árekstri eða þegar þið eruð öll lögst

í flensu ......

þá koma systur á vettvang.


Orðaleikir.

 

Í gærkvöldi, þegar ég var að heiman, fóru strákarnir á kostum í kommentakerfinu mínu.  LoL

.

Hvar er Anna

Hawanna

Finndanna

Úps, misstanna

Hey, greipanna

Hefanna og geymanna

Búinn að svæfanna.

.....

Mér finnst þetta snilld !!  Grin

.....

Mig langar að bæta við einu......

Hafið þið prófað að segja Hæ Anna hratt ?

Hæ Anna

Hæana

HÆNA !!

.......

Dýralæknirinn kallar mig stundum hænu.  Wink


Bloggfærslur 14. september 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband