Áskorun.....

Hún Þórdís Tinna okkar sem berst við krabbamein er hér með afar sterka færslu sem minnir á hversu gott við höfum það og hversu auðveldlega það góða gengi gæti allt verið horfið á morgun.

Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér og okkur hættir öllum til að taka heilsuna og öðrum góðum atriðum í lífi okkar sem gefnum.

Í framhaldi af færslunni hennar Þórdísar Tinnu er  Gíslína Erlendsdóttir  með færslu á blog.central þar sem hún hvetur til þrýstings á stjórnvöld á eftirfarandi hátt:

Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.

Hugmyndin er þessi. Á þriðjudaginn fyrir hádegi  milli 10 og 12 sendi allir öryrkjar, aldraðir og aðrir þeir sem vilja taka þátt  tölvupóst á netföng heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með meðfylgjandi  texta: ....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... (hugmynd að texta).....undirskrifað af viðkomandi með kennitölu.

Ég tek undir afar góða hugmynd Gíslínu og hvet ykkur öll hér á blogginu til að setja inn færslu um málið og/eða senda tölvupóst. Einnig held ég að það væri góð hugmynd að þeir bloggarar sem senda tölvupóst á þriðjudagsmorguninn setji í hann link inn á sína bloggfærslu um málið sem og link inn á færslur Þórdísar Tinnu og Gíslínu.

 Póstfang félagsmálaráðuneytis er  postur@fel.stjr.is og hjá heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti er það postur@htr.stjr.is og Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra gudlaugurthor@althingi.is

Kommmmma sooooo krakkar. Verum skynsöm og sýnum samstöðu í verki. Setjum strax inn bloggfærslur og stillum gsm símana og látum þá minna okkur á kl. 10 á þriðjudagsmorgunn. Það er svo auðvelt að gleyma í amstri dagsins og ekki viljum við missa af mómentinu.



Raja Yoga hugleiðsla.

 

Í dag kynntist ég nýjum fræðum..... Raja Yoga.... á þriggja tíma námskeiði í Reykholtsdalnum.  Ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn mun...... og þessvegna er ég að deila því með ykkur hér.   Afar hollt fyrir sálina.....

.

Brahma%20Kumaris%20Sunset 

.

 

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.

Raja yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklings á sínu innra sjálfi og eiginleikum þess í gegnum þögn. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Þið getið haft samband við Lótushús eða skoðað heimasíðu þeirra.... 

 http://www.lotushus.is/index.htm

 

 

 


Hann stakk mig af.

 

 

Í gærkvöldi fór ég á Ljósanótt, eins og 39.999 aðrir.  Fór ein með sjálfri mér.  Af tónleikunum fannst mér þrír flytjendur mjög góðir...... Ljótu hálfvitarnir....... hljómsveit sem ég kæmist aldrei í, þar sem ég er hvorki ljót né hálfviti.......Jógvan og svo súperstjarnan Garðar Thor Cortes.  Hann er ótrúlega góður....alveg megagóður.   Reyndar varð ég fyrir truflun þegar hann var að syngja.  Fullorðinn maður kom og tók sér stöðu rétt hjá mér.  Ég tók eftir því að hann hélt um höfuðið og var að spá í hvort hann væri meiddur eða eitthvað.  Síðan fór hann að baða út öllum öngum.  Hann stjórnaði Garðari á köflum, klappaði saman höndunum, setti hendurnar upp eins og hann væri að ákalla himininn og svo brást það ekki að þegar hæstu tónarnir komu frá herra Cortes, þá greip maðurinn um höfuð sér..... svona eins og hann væri að reyna að ýta tónunum inn í kollinn...... því hærri tónar, því fastar þrýsti hann á hausinn.   Svo mikið handapat var um tíma á manninum að ég þurfti að færa mig, til að verða ekki lamin.  Þessi maður truflaði semsagt mig og alla aðra í kringum sig...... en samt var ekki annað hægt en að brosa.  Smile  Þvílík innlifun.

.

pic

.

 

Klukkan hálfeitt, ákvað ég að nóg væri komið.  Fór í bílinn og hugsaði með mér að heimkoma yrði um tvöleytið.  Það fór þó ekki svo.  Um tvöleytið var ég við Grindavíkurafleggjara.... fjúff..... einnoghálfan tíma að keyra smáspöl.  Á Reykjanesbrautinni keyrði ég fram hjá gangandi vegfaranda, strák, sem virtist ætla að ganga til Reykjavíkur.  Svo hugsaði ég ekki meira um það...... nema 7-8 mínútum síðar, arkar strákur framúr mér........ og hverfur.  Gasp   Það tók mig heilar 5 mínútur að ná honum aftur !  

 


Bloggfærslur 2. september 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband