Skýrsla stjórnar.

 

Skákmótið fór fram í gær....

Það er ekki orðum aukið, að ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel á ævinni.  Grin

.

Það tilkynnist hér með að Ægir er skákmeistarinn 2007.

Hann sigraði allar sínar skákir, enda á heimavelli strákurinn.  Til hamingju Ægir.  Smile

.

Af því að þetta er mín síða, ætla ég að gera hér grein fyrir óvæntum ósigrum mínum.

Ægir sigraði mig eins og áður sagði.  Það var svo sem allt í lagi, þar sem ég tefldi á útivelli... og hann vann alla hina líka.

.

Það var sýnu verra að Arnfinnur vann mig.  Frown  Skelfileg mistök !

Arnfinnur er sveitastrákur.  Haustið hefur greinilega mikil áhrif á hann, því hann tefldi eins og hann væri í miðri sláturtíð.   Hann óð um skákborðið og slátraði öllu sem fyrir varð.  Ég, í sjálfsvörn, reyndi að drepa hans menn...... og tókst, nema hann, með sjónhverfingum, gat laumað þremur peðum sínum inn á borðið í endastöðunni.  Svo beið hann bara þangað til eitt peðið óx og varð að fullvaxta drottningu. 

Arnfinnur ruddi !

.

Í fimm skákum virkuðu "klukkutöfrabrögðin" og ég knúði fram sigur.  Wink

.

Svo votta ég hér með að Kristjana, Ingibjörg, Ægir, Arnfinnur, Brattur, Edda, Björg og Halldór eru allt öðlingsfólk og húmoristar af lífi og sál....... sem hrekur þá kenningu, að fólk sem maður kynnist í gegnum tölvu sé allt PERRAR.  LoL

.

 


Anna litla létt á fæti.

 

Bjarni, æskuvinur minn var að senda mér myndir sem gleðja verulega mitt litla hjarta.

Takk fyrir kærlega, Bjarni.  Kissing

Á fyrri myndinni erum við í fótbolta, Bjarni, Benni bróðir hans og ég.   Þarf ég að útskýra það ? FootinMouth

.

Eins og glögglega sést, er ég að fara að skora þarna, þrátt fyrir að Bjarni sé að reyna að sparka í rassinn á mér.  Benni er um það bil að flækja sig í sjálfum sér á þessu augnabliki.  1-0 fyrir mig.  Grin 

.

017 

.

Á næstu mynd eru Bjarni Þór (með köttinn) og Benni að róla sér.  Við Bjarni sitjum þarna með fótboltann á milli okkar.  Ég greinilega nýbúin að sigra... sést á svipnum.  Við hliðina á Bjarna er Pési hundur, þar næst Helga systir og svo Júlíana.  Takið eftir skyrtunni, bleiku sem ég er í..... það voru örugglega 36 tölur á henni,, tók mig fram undir hádegi að klæða mig í.  Þarna erum við hjá rólunum sem ég vitnaði í, í síðustu færslu....... og þessi mynd er tekin eftir vegasaltstilraunina. 

.

018


Bloggfærslur 8. september 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband