Steinríkur er smáhneta.

 

Hér áður fyrr var ég skrifstofublók.  Sat á skrifstofustólnum mínum allan daginn og gerði ekki handtak í orðsins fyllstu merkingu.  Pikkaði bara inn og hugsaði dálítið.

Síðan venti ég mínu kvæði í kross - snarsneri mínu ljóði við - og vann mig niður í verslunarstarf.  Ykkur að segja er miklu auðveldara að vinna sig niður en að vinna sig upp.  Wink  Nú sé ég um að fylla á grænmetistorg með tilheyrandi burði og göngu.  Það eru ekki allir sem fá greitt fyrir að stunda líkamsrækt.  Joyful

Í morgun fór ég að spá í hvað ég lyfti mörgum kílóum á viku.  Daglega tek ég af stóru bretti af grænmeti og ávöxtum,  fæ nokkur hundruð kíló af kartöflum og rófum vikulega og síðan ber ég allt dótaríið fram í torg og fylli þar á.  Lauslega áætlað reiknast mér til að ég lyfti um 3 tonnum vikulega.  Cool

Ég er næstum því satt að segja farin að ganga með hendurnar hálfan meter frá skrokk vegna umfangs allra nýju vöðvana.  Þarf meira að segja að skáskjóta mér inn um dyr.  Blush

.

kin-0184 

.        Steinríkur er "pínöts" við hliðina á mér.

 

 

 

 

 

 

 

Nú, þar sem ég vil ekkert vera að misnota þessa síðu og grobba mig, ætla ég að sleppa því að minnast á alla hlutina sem ég hef brotið og bramlað vegna minna óbeisluðu krafta undanfarið og láta hér staðar numið með einu frumsömdu kvæði í kross;

.

.

Þrjú tonn af grænmeti,

Anna fær nóg

aaaaf kálhausum

já heilan skóg.   Whistling

.


Bloggfærslur 6. desember 2008

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband