Ferlega fyndin frásögn.

 

Einn bloggvina minna, Jóhannes á fóðurbílnum (konungur þjóðveganna), birti eftirfarandi sögu á blogginu sínu og gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta hana:  

(Kærar þakkir Jóhannes, fyrir gott innlegg í Sparisjóð grínista.  Wink)

.....................................................................................................

 

Mamma og pabbi eru búin að berjast við mosa í blettinum hjá sér í mörg, mörg ár.  En í sumar fór pabbi hamförum á blettinum með tætara, eitur og öxi (það var þegar hann reyndi að murka líftóruna úr mosanum) en ekkert dugði.  Í júlí gafst mamma svo endanlega upp á öllu saman og ákvað að fara að ráðum tengdapabba míns (sem er algjört garðséní) og þekja blettinn algjörlega með sandi.

   Tengdó hefur sambönd og sá um að senda sandinn (sem ég hélt að kæmi í stóru fiskikari) og svo þyrfti bara að ferja sandinn í hjólbörum inn í garð og dreifa.  Ég bauð mömmu aðstoð mína og mætti tilsettan dag heim til hennar í verkefnið.  Það var ansi heitt í veðri og við töluðum um hvað við værum heppnar að geta unnið úti í svona góðu veðri.  Mamma var búin að koma fyrir dúkuðu borði úti, með kaffi og brauði á og þar ætluðum við að hvíla okkur, svona á milli þess sem við keyrðum hjólbörurnar inn í garðinn. 

Hann var af stærstu gerð tank-bíllinn sem kom með sandinn og það var alls ekkert kar, heldur var sandurinn inni í bílnum og svo drösluðum við langri svartri slöngu bak við hús og inn í garð og úr þessari slöngu átti svo sandurinn að puðrast,...Frábært!....sagði ég við mömmu,  þetta verður auðvelt....engar fjandans hjólbörur.  Þú byrjar bara?....sagði ég og fékk mér sæti við kaffiborðið.

  Mamma hélt í slönguna og kallinn hvarf inn í bíl.  Fyrst í stað var þetta bara fínt, það rétt sullaðist sandurinn úr slöngunni og við mamma gátum næstum spjallað saman.  Ég ákvað að fara og biðja bílstjórann um að setja meiri kraft á, annars yrðum við í allan dag að þessu.  Nú!....sagði hann, ég set þá á meiri kraft....já töluvert meiri sagði ég. 

Ég hafði varla sleppt orðinu þegar þessi líka svaka hávaði byrjar og ég sé slönguna, sem áður hafði legið þarna hálf slöpp og aumkunarverð, lyftast pinnstífa meter frá jörðu.  Í sömu andrá heyri ég þetta líka neyðaróp úr garðinum..Mamma!!!!  Ég hentist af stað og inn í garð. 

Guð minn góður, þarna var litla, sextuga móðir mín á fljúgandi siglingu um allan garð eins og norn á óþekktu kústskafti og ríghélt sér í slönguna.  Auðvitað hefði ég átt að hlaupa til baka og láta bílstjórann slökkva á sand draslinu en mín fyrsta og eina hugsun var að bjarga mömmu....ég fleygði mér á slönguna af öllu afli og mamma sem áður hafði þeyst um í loftinu,  brotlenti rétt fyrir framan mig.  Hún leit á mig uppglenntum augum og sagði: hva va a ske????(mamma er sko þýsk og talar mjög skemmtilega ísl.)  Hún leit út eins og litli svarti sambó....kolsvört í framan með uppglennt rauð augu og hárið var eins og hún hefði fengið rafstraum.  Ég missti mig alveg, ég hló svo mikið að ég var alveg óundirbúin þegar karlfjandinn óumbeðinn jók kraftinn enn meir.  Sandurinn kom með svo miklum krafti að við réðum ekki neitt við neitt....algjörlega á valdi slöngunnar þutum við eins og tómir pokar í slagveðri um garðinn.  Þetta var ekki lengur spurning um að koma sandinum á grasið heldur að halda lífi og vona að tankurinn færi að klárast. 

Ekki veit ég hvað að mér var, sjálfsagt einhver bölvuð taugaveiklun....en ég bara gat ekki hætt að hlægja og til að kóróna allt pissaði ég í mig.  Mamma er sjálfsagt hálfbiluð líka því að hún hló ekkert minna en ég og nú vorum við mæðgur eins og útúrdópaðir geðsjúklingar á fljúgandi siglingu um allan garð á svartri sandslöngu.  Ekki veit ég hvað þetta tók langan tíma en allt í einu var þetta búið og karlfjandinn, sem hafði ekki nennt að hreyfa sig úr bílnum, stóð yfir okkur eins og fáviti (sem hann sjálfsagt er) og spurði:hvar er allur sandurinn?.....Ég var skítug, sveitt og búin að pissa í mig og mamma lá við hliðina á mér algjörlega óþekkjanleg og veltist um af hlátri.  Ég leit í kringum mig....kaffiborðið var horfið og stólarnir líka, fallega Gullregnið hennar mömmu sem staðið hafði í miðjum garðinum var horfið og það sem merkilegast var, var að það var nánast enginn sandur í garðinum. 

Það voru 8 tonn af sandi sem við höfðum fengið, minnst af því fór í garðinn hjá pabba og mömmu.  Aftur á móti sandblésum við allar rúðurnar á neðri hæðinni á húsinu þeirra svo og gróðurhúsið en mest allur sandurinn hafði farið upp á þak, á svalirnar og í nærliggjandi garða.  Borðið stólarnir og kaffið endaði úti í móa en Gullregnið fundum við aldrei.  Það var 4 mtr.á hæð og 3 mtr. í þvermál.

.

Gullregn%20(5) 

.


Ég stal.

 

Ég skreyti jafnan færslurnar mínar með myndum.

Fyrir þá sem ekki blogga, vil ég taka fram að myndir er bæði hægt að sækja í sína eigin möppu í tölvunni en einnig beint á netið.

Eigi ég ekki mynd við hæfi, sæki ég stundum mynd á netið og nota þá "gúgglið".

Þegar ég bloggaði um saltkjötið og baunirnar fyrr í vikunni, var batteríið í myndavélinni minni í hleðslu þannig að ég stytti mér leið og fann baunasúpumynd á netinu.  Mér fannst mín eigin baunasúpa samt líta betur út sko !  Happy

Leið svo og beið og ég blogga um Hannes Hólmstein, besta vin og er ekkert að spá meira í fyrri færslu. 

Skyndilega fer teljarinn að telja mun hraðar en venjulega.  Yfir 200 manns komu á síðuna í gær.  Hvað er í gangi ?   Ég fer að hugsa.  Woundering

Er ég orðinn forsíðuhaus ?  Nei, það getur ekki verið.  Til þess eru færslurnar mínar of bullkenndar.

Er ég í Mogganum ?  Nei, Davíð myndi aldrei leyfa það.  LoL

Ég hugsa og hugsa....... renni svo augunum yfir bloggið mitt og sé.....  nýja landslagsmynd. Pouty

Abbababb.  Hvernig gerðist þetta ?  Ég skoða betur en þá er landslagsmyndin horfin og í staðinn er kominn þessi mynd !  W00t

.

andlit 

.

WHAT !!!

Það er kominn hakkari í tölvuna mína..... er mín fyrsta hugsun.  Crying

Ég er í vondum málum..... trallalalalaaaaa.

Ég anda inn, út, inn inn út og hugsa hraðar en minniskubbur í hágæðatölvu.

####%%%%&&&&&&#$///////!!!=niðurstaða

Aaaaaaaa Happy ....... nú fatta ég !

Myndina sótti ég á slóðina hans og hann einfaldlega vistar nýja mynd á sömu slóðina.

Hjúkket og dæs og Herre Gud og allur pakkinn.

Þetta hefði getað verið verra.   Bloggvinir hans hvöttu hann allavega til að setja ljótari myndir.

.

Og hvað lærði ég ?

Að það er ljótt að stela myndum af tölvuforritara.  Blush

.


Bloggfærslur 13. október 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband