Ég get sannađ ađ kettir kunna ađ lesa.

 

Nú halda menn kannski ađ ég sé orđin vitlaus.

En ég er ekki eins vitlaus og menn kunna ađ halda.

.

Í gćr fjárfesti ég í einum poka af hundanammi og einum poka af kisunammi.

Heim kom ég međ innkaupapokann sem innihélt ekki margar ađrar vörur enda verđur mađur ađ kalla fram hagsýnu húsmóđurina í sér,  ţegar verđlagiđ er eins hátt og raun ber vitni.  (Hefur einhverjum dottiđ í hug ađ láta raun bera vitni gegn útrásarvíkingunum?)

Innkaupapokann legg ég frá mér á gólfiđ međan ég afklćđist svörtu ullarkápunni sem kostađi ekki nema 12 ţúsund krónur í vor.  Svartar ullarkápur kosta í dag um 60 ţúsund krónur.  Ég grćddi 48 ţúsund krónur í miđri kreppu og legg ţađ fram sem sönnunargagn númer 1 fyrir ţví hversu hagsýn húsmóđir ég er, ţegar ég kalla hana fram.

Međan ég hengi upp kápuna góđu, gerast óvćntir hlutir á ganginum.....  Gasp

...... sem ég veit náttúrulega ekkert um, af ţví ađ ég er ađ hengja upp kápuna.

Eftir ađ ég hef hengt kápuna upp á ţartilgert herđatré, geng ég fram í eldhús međ innkaupapokann og byrja ađ týna upp úr honum;

Kattamatur, hundanammi, tannkrem, Ajax međ sítrónuilmi og...... og... bíddu, hvar er kisunammiđ ?

Ţađ ER ekkert kisunammi í pokanum.

.

332e352cfbe80c5a646b3f1eddbf66e9.image.91x101

65faa805d45976eb7785f3f3c3ae37a2.image.91x101 

 

Og ţá kem ég ađ ţeirri uppgötvun sem á eftir ađ valda straumhvörfum. 

Kisunammiđ var í alveg nákvćmlega eins poka og hundanammiđ og kisurnar mínar höfđu fariđ ofan í innkaupapokann, LESIĐ á nammipokana, og hnuplađ kisunamminu..... og étiđ ţađ allt.  W00t 

Ţessu hefđi ég aldrei trúađ.

 


Bloggfćrslur 14. október 2009

Um bloggiđ

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfiđ

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband