Opiđ bréf til Vinnumálastofnunar.

Vinnumálastofnun,
Stéttarfélag Vesturlands,
Félagsmálaráđherra.

 Varđar samskipti Vinnumálastofnunar viđ mig. 

 

Alla mína starfsćvi hef ég lagt metnađ í ađ standa mig vel í vinnu, vera dugleg og mćta vel.  Hef jafnvel mćtt ţótt ég sé lasin eđa međ hönd í fatla, ef illa stendur á fyrir vinnuveitandann ađ missa mig.  Enda hef ég góđ međmćli frá öllum mínum vinnuveitendum.

Jafnframt hef ég haft ţá persónulegu reglu ađ ef ég get ekki hlakkađ til ađ mćta í vinnuna, ţá segi ég upp og finn mér eitthvađ annađ ađ gera.  Ţađ gerđi ég í vor og hćtti störfum 1. september s.l.

Strax ţá, tjáđi ég Vinnumálastofnun ađ ég hyggđist vera í sumarfríi í september, enda var ég ađ fara ađ gifta mig međ tilheyrandi undirbúningi og brúđkaupsferđ en ţađ hafđi veriđ ákveđiđ fyrir kreppu.

Ţar sem ég segi sjálf upp störfum á ég ekki rétt á atvinnuleysisbótum í nćstum tvo mánuđi og ţađ vissi ég.   Taldi ađ ég hefđi ţá tíma til októberloka til ađ reyna ađ finna mér vinnu eđa huga ađ stofnun eigin fyrirtćkis.

En nei ! 

Ég kom heim ţann 4. október og ţá biđu mín nokkur bréf frá Vinnumálastofnun. 

-          Bođun á bókhaldsnámskeiđ  (ég hef Samvinnuskólapróf og hef unniđ sem bókari, ritari, gjaldkeri og skrifstofustjóri, alls í 25 ár,  ţannig ađ ég hef litla ţörf fyrir slíkt námskeiđ.)

-          Bođun í starfsviđtal,  heimaađhlynning.  (međ dagssetningu sem var liđin ţegar ég kom heim)

-          Ákvörđun um frestun greiđslu atvinnuleysisbóta (ég taldi ekki ađ ég hefđi óskađ eftir atvinnuleysisbótum fyrr en ađ loknum biđtíma, hvort eđ er) og ástćđa fyrrum vinnuveitanda fyrir uppsögn minni. (og tilgreind röng ástćđa, byggđ á kjaftasögum)

-          Bođun á Excel námskeiđ fyrir byrjendur !

 

En ţetta var bara fyrsta vers.

9. október fć ég bréf sem inniheldur setninguna „Ţar sem upplýsingar frá ţér um ástćđur starfslokanna bárust ekki“.....   Rangt !  Ég var búin ađ senda ţeim skriflegt svar ţann 5. okt. í tölvupósti.

13. október kemur bréf... „Ţađ er mat Vinnumálastofnunar ađ skýringar ţínar á ástćđum starfslokanna teljast ekki gildar“  (bíddu, bíddu,  eru ţeir ađ segja ađ ég sé ađ segja ósatt?  Nei, eftirgrennslan leiddi í ljós ađ ţetta ţýddi engar bćtur á lögbundnum biđtíma - sem ég vissi nú alveg sjálf.)

 

15. október..... tvö bréf..... Bođun í starfsviđtal, vinnutími ađra hvora viku til 18.30 og ađra hvora helgi.  (Hef ég ekkert um ţađ ađ segja lengur hvađ ég vil starfa og hvort ég vil vinna kvöld og helgarvinnu?)  og bréf ţar sem ég er beđin um ađ skýra 7.300 króna tekjur sem fram komu viđ samkeyrslu tölvugagna Vinnumálastofnunar og Ríkisskattstjóra en ég hafđi ekki tekiđ fram,  ţegar ég skilađi inn áćtlun um tekjur.  (Ţessar tekjur voru vegna ţátttöku í nefnd á vegum bćjarins, nefnd sem búiđ er ađ leggja niđur ţannig ađ ţađan var ekki frekari greiđslna ađ vćnta).

.

 Nú hef ég veriđ atvinnuleitandi í tćpar 3 vikur og á ţeim tíma hef ég fengiđ 8 bréf frá Vinnumálastofnun..... og ég er ekki einu sinni byrjuđ á atvinnuleysisbótum !

.

crj5rbzqjx_vinnum%C3%A1lastofnun

.

 

Ekkert tillit er tekiđ til menntunar eđa fyrri starfa minna, viđ bođanir á námskeiđ.
Aldrei hef ég veriđ spurđ hvort einhver tiltekinn vinnutími eđa starf henti mér ekki.

 

Er ég orđin eign Vinnumálastofnunar og getur stofnunin ráđstafađ mér ađ vild ?

Mér líđur eins og fanga á skilorđi.

.

 Mig langađi bara ađ benda ykkur hjá Vinnumálastofnun á,  ađ ţessi vinnubrögđ gagnvart skjólstćđingum ykkar, gera hvern međalmann ţunglyndan á mettíma. 
.
Og til ađ forđast ţađ ađ ég lendi í ţeim farvegi,  afţakka ég hér međ öll afskipti ykkar af mínu lífi og biđ um afskráningu hjá Vinnumálastofnun.   

 

Ég er stolt og hef lagt allt kapp á ađ sjá fyrir mér sjálf, frá ţví ég var 16 ára.

Ţađ mun ég gera núna líka, einhvern veginn.

Jafnframt biđ ég ykkur ađ íhuga ađ atvinnuleysiđ á Íslandi er ekki fólkinu á atvinnuleysisbótum ađ kenna.  

 

Sýniđ fólki lágmarks virđingu.

 

Borgarnesi,  22. október 2009

Anna Einarsdóttir

 


Bloggfćrslur 22. október 2009

Um bloggiđ

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfiđ

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband