Nýju fötin.......

 

Í gær fékk ég nýja ullarkápu og nýja skó.  Það telst til tíðinda því ég er þessi týpa sem á bara tvö pör af skóm og geng í þeim þar til þeir eru búnir.  Hef auk þess aldrei átt fína yfirhöfn, að frátöldum næfurþunnum jakka.

Það er nefnilega mýta að allar konur séu búðarsjúkar.  Ég fer ekki inn í búð ótilneydd.

Í kjölfar eignarhaldsins á nýju skónum, fór ég í þeim í vinnuna.  Dííííííí hvað ég var þreytt í fótunum í gærkvöldi.  Frown   Með miklum trega verð ég að viðurkenna að það voru stór mistök hjá mér að læra ekki skósmíði á sínum tíma.  Að hugsa sér ef maður gæti bara alltaf lagað uppáhaldsskóna sína og gengið síðan í þeim alla ævi.  Joyful   Einir ríkisskór. 

Ef einhvern skortir viðskiptatækifæri, þá mæli ég með skóbúð með notaða skó.  Tilgengnar bomsur til sölu !   Gönguskórnir hans Jóns gamla á hlægilegu verði !

Og fyrst ég er farin að hugsa;  Hvurslags eiginlega vitleysa er það,  að konum sem vilja vera fínar er gert að klæða sig í sokkabuxur?   OJJJJJJJJ... fínar sokkabuxur geta alveg eyðilagt góða veislu.  Frown  Þetta er svo óþægilegt fyrirbrigði að maður bíður allt kvöldið eftir að veislan sé búin svo maður komist aftur úr bévítans buxunum.  Angry

Og háir hælar.    GetLost   Hefur einhver karlmaður prófað að ganga á háum hælum niður brekku ?  Það er algerlega ómögulegt svo einhver reisn sé að.

Ég hef prófað.   Og lenti í árekstri við gangstéttina í hverju skrefi.  Pinch

En varðandi nýju kápuna og nýju skóna.... það kitlar mig núna að fara til Reykjavíkur í þessu.

Mig langar að prófa að vera fín frú.  Tounge 

.

3259029442_8cbf1e93c7

.   


Bloggfærslur 20. mars 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband