Draumar.

 

Mig dreymir furðulega þessa dagana.  Á nóttunni.  Smile

Í fyrrinótt dreymdi mig þrjá hesta.  Sá fyrsti stökk yfir læk með miklum tilþrifum.  Annar tók þá á sprett á gangtegund sem ég hef aldrei séð áður, mjög tignarlegt.  Þriðji hesturinn tók síðan rosalega flottan skeiðsprett og taglið stóð beint upp í loft, lóðrétt.  Glæsileg sýning !

.

copy%20of%20flugumyri_11 

.

Í nótt dreymdi mig síðan að ég var stödd í bíl,  á Kerlingaskarði á Snæfellsnesi, á mínum æskuslóðum.   Systir mín var með mér og einhver börn.   Þá hefjast eldgos hér og þar.  Litlar spýjur beint upp í loftið.  Þar sem við keyrum niður Hjarðarfellsbrekkurnar, lendum við á milli tveggja gosa.  Síðan keyrum við að Dal, æskuheimili föður míns.  Þar stöndum við og horfum út um gluggann.  Gosunum fjölgar.  Ætli þau hafi ekki verið orðin á bilinu 50-100.  Síðan finnst mér eins og næst muni koma upp gos undir húsinu sem við erum í.  Ég verð hrædd og hugsa með mér hversu hræðilegur dauðdagi það hljóti að vera að lenda ofan í hrauninu. 

Þá vakna ég.

Það sem er sameiginlegt í þessum draumum er tagl beint upp í loft og eldgos beint upp í loft.

Hvað þýðir þetta eiginlega ?  FootinMouth

.

Eigið svo góðan dag.    Og ég líka.   Wink


Bloggfærslur 21. mars 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband