Snilld í kreppu.

 

Hér kem ég með alveg brilljant ráð til ykkar, þótt ég segi sjálf frá.  Það er reyndar alveg jafn brilljant ef einhver annar segir frá því.  Joyful

.

Um daginn fór ég í Húsasmiðjuna og keypti mér ryksugu.  Sú gamla var orðin alveg kraftlaus og ekki er hægt að vera ryksugulaus þegar maður býr nánast í dýragarði.

.

T1505-1 

.

Síðan gerist það strax í kjölfar kaupanna að ég er að heiman í eina viku en móðir mín sér um heimilið á meðan.  Þegar ég kem heim segir hún mér að hún hafi hreinsað einhver sigti í ryksugunni gömlu og að nú sé hún allt önnur !

Úps.    Líklega þurfti ég þá ekki að kaupa ryksugu.  Fljótfærni ! 


Því fer ég og skila henni aftur í Húsasmiðjuna enda er gripurinn enn í kassanum.

Nú fer að koma að skemmtilega hluta sögunnar.  Happy

.

Næst fer ég í Húsasmiðjuna og kaupi málningu á alla glugga hússins, sem og pensla.  Staðgreitt með inneign. 

Í dag fer ég enn í Húsasmiðjuna og kaupi plötur á húsið í stað annarra sem voru farnar að vinda upp á sig.  Oregon pine takk fyrir.  Wink  Ekkert slor enda dugir slor ekki á hús.  Ennþá er til inneign.  Þá er keyptur grunnur á nýju Oregon pine plöturnar og þrír nýjir penslar.

Guess what !   Staðan er sú að enn er inneign og nú er ég að hugsa hvað mig vanti fyrir afganginn ?  Kannski ryksugu ?  LoL

.

Framvegis ætla ég að stunda að kaupa einhvern óþarfa og skila honum síðan.  Best er að hafa það eitthvað svolítið dýrt.  Og svo er næstum endalaust hægt að kaupa það sem mann virkilega vantar út á inneignarnótuna.

Það hljóta allir að sjá að ryksuguræfill er miklu minna virði en viðhald og málun á húsi.

Ég stórgræddi !!! 

 


Bloggfærslur 13. júní 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband