Biluð bílaþvottastöð.

 

Að eiga bíl er ekki alltaf draumur í dós.   *Dæs*  Frown

Minn bíll stóð í makindum á hlaðinu heima og ég var í rólegheitum að dúlla mér inni,  þegar fuglsræksni sem nýkomið var úr berjamó og greinilega hafði ekki kunnað sér hóf, flaug yfir með aldeilis hroðalegan niðurgang.  Sletturnar töldu á annað hundrað sem skullu á mínum áður fína bíl.

.

bird_poop 

.

Í dag þurfti ég síðan að fara á þessum skítabíl til Reykjavíkur.  Þar útréttaði ég - ekki eins og fín frú - og yrti ekki nokkur maður á mig, merkilegt nokk !

Ekki mátti við svo búið standa, þannig að ég fann bílaþvottastöð í Mosó.  Þar stóð ég lengi og las leiðbeiningar um hvernig ég ætti að bera mig að.  Fyrst lagði ég bílnum í skúr númer tvö.  Þá setti ég kort í lesarann og ákvað að 6 mínútur væru hæfilegur þvottatími.  Nískupúkinn í mér kom upp á þessari stundu og ég hljóp eins hratt og ég gat inn til að byrja að þvo..... og græða sem mest !

Gekk allt vel í byrjun..... - - -  tjöruhreinsun - - - háþrýstidæla með sápu - - -

...... en þá var komið að kústinum með bleiku sápunni.  Ég setti hann í gang og byrjaði að nudda fugladritið en þá spýttist bleika froðan yfir mig alla út um gat á slöngunni.  Kræst !  Gasp

 

Ekki jók það ánægju mína að við mér blöstu skilti;  "Það eru myndavélar í gangi hérna".

Í snarhasti skrúfaði ég fyrir bévítans slönguna.... hljóp að hinni hlið þvottaskúrsins, ýtti aftur á "háþrýstidæla með sápu"  og byrjaði að skola bleiku froðuna af bílnum.

Þá var peningurinn búinn.  Og bíllinn allur í bleiku.

Aftur var farið með kortið....... 4 mínútum bætt við..... hlaupið út - til að græða sem mest...... og ég rétt hafði það af að skola af bílnum og úða smá bóni yfir.

 

Nú býst ég við að eigendur þvottastöðvarinnar njóti gamanmyndarinnar......

....... Þegar bleika konan þvoði krækiberjaniðurganginn.....

 


Bloggfærslur 1. september 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband