Sagði upp vinnunni í miðri kreppu.

 

Það er ekki hægt að segja að ég fari alltaf troðnar slóðir.

Í vor sagði ég upp vinnunni !

Í miðri kreppu, bara sisvona.  Pouty

Og hætti störfum um síðustu mánaðamót.

Það hefur alltaf verið prinsipp hjá mér að hafa gaman af vinnunni.  Og þegar mér finnst vinnan ekki uppfylla væntingar mínar um lífsfyllingu, þá segi ég upp.  Og það gerði ég. 

Ég hugsaði með mér að ég fyndi mér bara eitthvað annað að gera.  Og ef ég finn ekkert annað, þá bara bý ég mér til vinnu.  Og ef ég bý mér ekki til vinnu, þá bara geri ég ekki neitt.  Og ef ég geri ekki neitt, þá hef ég bara meiri tíma til að blogga.  Happy   Nei, djók !

En mig langaði svolítið mikið að eiga frí í september og ég er komin í frí.  Wink

 

Eftir það vonast ég.... svona í alvöru talað.... til að láta draum minn rætast.  Því í kreppunni felast mörg tækifæri, ykkur að segja.

Draumurinn er sá að ég verði yfirmaður minn.  Reki mitt eigið fyrirtæki.  

Þá get ég sagt við mig;  "Anna, get ég fengið frí í dag" ?  Og þá segi ég bara;  "Nei Anna, þú getur ekki fengið frí í dag"....(rosalega harður yfirmaður)... "en þú mátt eiga frí á sunnudaginn".

.

1262518_177 

.

Og þá get ég bakað pönnukökur á sunnudögum.  Joyful

 

 

 


Bloggfærslur 8. september 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband