Ungfrú Hnappadalssýsla.

 

Fyrsta hugsun mín á morgnana er alltaf ein merkilegasta hugsun dagsins hjá mér.  Helgast það m.a. af því að aðrar hugsanir dagsins eru ekkert sérlega merkilegar.

Í gærmorgun var mín fyrsta hugsun:  Pálmi Har. greiðir Jóni Ásgeiri 1 milljarð inn á einkareikning.  Pálmi á jafnframt heilt flugfélag og Jón Ásgeir á "ég veit ekki hvað" !  Er greiðslan kannski eitthvað tengd "einhverju ólöglegu" ?   Er líklegt að þeir hafi verið að "fjárfesta" í kappakstursliði ?

Í morgun kom þessi hugsun:  Það vantar bloggara sem á ekki fyrir salti í grautinn.  Með öðrum orðum, það þyrfti einhver sem er í þeim sporum að eiga ekki fyrir mat og sem þarf að leita til hjálparsamtaka til að fæða sig og börnin sín, að skrá dagbók og leyfa landsmönnum að upplifa hvernig það er.  Líklegar skýringar á því að einstaklingar í þessum sporum blogga ekki geta verið að viðkomandi byrjar á því að skera niður munað eins og tölvukostnað, að málin eru viðkvæm og fólk er ekki tilbúið að bera sorgir sínar á torg. 

Eða - kannski væri góð hugmynd fyrir einhvern af öllum þeim fréttamönnum sem nú eru að missa vinnuna að setjast niður með einstæðri móður í þessum sporum og skrifa sögu hennar og gefa síðan út bók.  Sem gæti þá hugsanlega gefið móðurinni pening í aðra hönd.

.

Frog-thinking

.

Þá eru morgunþankar mínir komnir á netið mér og mínum að meinalausu.

Hins vegar læt ég þess ógetið hvaða hugsanir flögra um kollinn minn síðar um daginn.  Það væri fáránlegt að opinbera þá hugsun mína að ég gleymdi að taka þátt í ungfrú Hnappadalssýsla þegar ég var yngri og nú er það orðið of seint !

Ekki af því að ég er orðin 45 ára heldur vegna þess að Hnappadalssýsla er horfin af kortinu.  Wink


Bloggfærslur 30. janúar 2010

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband