Sölvi Tryggvason hittir naglann á höfuðið í þessum pistli.

 

.

EKKI MEIRA!

.

sölvi 

.

Hvort sem við erum með eða á móti ákvörðun Ólafs Ragnars verðum við öll að taka okkur saman um tvennt sem Íslendingar.
.

1) Að ákvörðunin valdi ekki enn frekari skotgrafahernaði í samfélagi sem nú þegar er komið niður í botn jarðvegsins af mokstri skotgrafanna. Það verður ólíft hérna ef umræðan verður ennþá árásargjarnari og óvægnari. Þessi liðsskipting í umræðunni er farin að minna á svæsnustu fótboltabullur. Meira að segja stuðningsmenn Milwall gætu verið stoltir. Það er þyngra en tárum taki að horfa á sjálfhverfa og öfgafulla kverúlanta stýra umræðu sem minnir á lélega morfís keppni. Í guðanna bænum reynum að læra af síðustu 15 mánuðum, sem hafa brunnið upp til einskis á báli skítkasts, reiði, siðleysi og eigingirni. Temjum okkur kurteisi og virðingu fyrir öðrum og lærum að hlusta. Þá meina ég ekki hlustun sem felst í því að ranghvolfa augunum og bíða eftir að geta sagt eitthvað miklu gáfulegra en andstæðingurinn

.

2) Að ýta aftur á play-takkann á lífinu. Annar hver Íslendingur hefur frestað því að vera til síðan bankarnir hrundu. Biluð plata um gengi krónunnar, vísitölur, verðbólgu og ámátlegt væl um hvað allt er ömurlegt hefur hljómað alls staðar síðasta árið. Nú er komið að því að laga grammófóninn. Við erum ennþá lifandi. Allir fá að borða og allir eiga þak yfir höfuðið. Þannig verður það áfram. Við veiðum fisk sem gæti fætt 10 milljónir manna og heimsendir er ekki framundan á næstu vikum. Gerum sem flesta staði að griðarstöðum fyrir neikvæðni og svartsýnishjali. Það sorglegasta sem kreppan getur gert okkur, er að ræna fleiri árum úr lífi okkar. Látum það ekki fyrir nokkra muni gerast.

Bloggfærslur 9. janúar 2010

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband