19.2.2010 | 11:30
Fólk hlær miklu meira ef bannað er að hlægja.
Þegar ég var krakki, fyrir ekki svo alllöngu, ólst ég upp í sveit. Mér verður oft hugsað til þess nú þegar dóttir mín sem hefur allt til alls og vini allt um kring, segir reglulega: "Ég hef ekkert að gera".
Ég hafði nánast alltaf eitthvað að gera þegar ég var krakki. Nema kannski á Föstudaginn langa en þá var verslunin við hliðina á æskuheimili mínu lokuð og sjónvarpsefnið á þá lund að hver meðalmaður gat hæglega drepist úr leiðindum, Guði til samlætis.
Og hvað gat krakki dundað í sveit, upp úr miðri síðustu öld ?
Á sumrin var farið í alls konar leiki. Við spiluðum reglulega fótbolta og það var fátt skemmtilegra en að sóla "gamla" menn. Borðtennis var líka eitt af mínu uppáhalds..
Á veturna spiluðum við blak einu sinni í viku - krakkar og fullorðnir. Skákmót voru fastur liður og svo söng ég í kór. Kórinn söng að vísu bara fyrir jól og páska því eins undarlegt og það nú er, þá var fólk bara ekkert að deyja á þessum árum og því man ég ekki eftir einni einustu jarðarför fyrr en afi dó þegar ég var komin hátt á þrítugsaldurinn.
.
.
Mér fannst býsna gaman í kórnum. Skemmtilegasta atvikið átti sér stað í miðri messu. Afar stór og pattaraleg maðkafluga sveimaði um kirkjuna og það fór ekki fram hjá kórfélögum því kórinn var staðsettur uppi á svölum eða svokölluðu kirkjulofti.
Í kirkjunni var allmargt fólk. Flugan gat auðvitað ekki flogið viðstöðulaust alla messuna svo hún hefur tekið ákvörðun um að lenda. Til þess valdi hún - og mér fannst það vel valið - eina skallann í kirkjunni. Maðurinn sem átti skallann fékk við þetta einhvern kláða í höfuðið og klóraði sér. Flugan lyfti sér á meðan en settist niður um leið og hönd mannsins hvarf. Þannig gekk í langan tíma; Flugan settist og manninn klæjaði, maður klóraði og fluga flaug á meðan en settist svo aftur - alltaf á sama stað.
Kannski er þetta ekki svo fyndið að lesa..... en að horfa...... maður minn !
Ég hló svo ofboðslega að tárin láku niður kinnarnar - en maður hlær alltaf miklu meira þar sem alls ekki má hlægja.
Þáttastjórnandinn í myndbandinu hérna átti til dæmis ekki að hlægja:
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 19. febrúar 2010
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði