Fólk hlær miklu meira ef bannað er að hlægja.

 

Þegar ég var krakki, fyrir ekki svo alllöngu, ólst ég upp í sveit.  Mér verður oft hugsað til þess nú þegar dóttir mín sem hefur allt til alls og vini allt um kring, segir reglulega:  "Ég hef ekkert að gera".

Ég hafði nánast alltaf eitthvað að gera þegar ég var krakki.  Nema kannski á Föstudaginn langa en þá var verslunin við hliðina á æskuheimili mínu lokuð og sjónvarpsefnið á þá lund að hver meðalmaður gat hæglega drepist úr leiðindum, Guði til samlætis.

Og hvað gat krakki dundað í sveit, upp úr miðri síðustu öld ?  

Á sumrin var farið í alls konar leiki.  Við spiluðum reglulega fótbolta og það var fátt skemmtilegra en að sóla "gamla" menn.  Borðtennis var líka eitt af mínu uppáhalds..

Á veturna spiluðum við blak einu sinni í viku - krakkar og fullorðnir.  Skákmót voru fastur liður og svo söng ég í kór.  Kórinn söng að vísu bara fyrir jól og páska því eins undarlegt og það nú er, þá var fólk bara ekkert að deyja á þessum árum og því man ég ekki eftir einni einustu jarðarför fyrr en afi dó þegar ég var komin hátt á þrítugsaldurinn.

.

students%20singing%20cartoon%20on%20poems%20page 

.

Mér fannst býsna gaman í kórnum.  Skemmtilegasta atvikið átti sér stað í miðri messu.  Afar stór og pattaraleg maðkafluga sveimaði um kirkjuna og það fór ekki fram hjá kórfélögum því kórinn var staðsettur uppi á svölum eða svokölluðu kirkjulofti.

Í kirkjunni var allmargt fólk.  Flugan gat auðvitað ekki flogið viðstöðulaust alla messuna svo hún hefur tekið ákvörðun um að lenda.  Til þess valdi hún - og mér fannst það vel valið - eina skallann í kirkjunni.  Maðurinn sem átti skallann fékk við þetta einhvern kláða í höfuðið og klóraði sér.  Flugan lyfti sér á meðan en settist niður um leið og hönd mannsins hvarf.   Þannig gekk í langan tíma;  Flugan settist og manninn klæjaði, maður klóraði og fluga flaug á meðan en settist svo aftur - alltaf á sama stað.

Kannski er þetta ekki svo fyndið að lesa..... en að horfa...... maður minn !  LoL

Ég hló svo ofboðslega að tárin láku niður kinnarnar - en maður hlær alltaf miklu meira þar sem alls ekki má hlægja.

Þáttastjórnandinn í myndbandinu hérna átti til dæmis ekki að hlægja:

.

 


Bloggfærslur 19. febrúar 2010

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband