Ég er að spá í að stela.

 

Þar sem ég er bara heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og vantar örlitla fjölbreytni í líf mitt, hef ég verið að velta fyrir mér ýmsum möguleikum.

Ein hugmynd mín er sú að gerast þjófur.

Það er að vísu ekki ný hugmynd því margir hafa áður fengið slíka hugdettu.

En í dag felast einmitt miklir möguleikar í því að vera þjófur.

Fyrst fer ég í búðina og stel einu lambalæri.  Lærið er stórt og ég er lítil,  þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að upp um mig komist.  En það gerir ekkert til.  Ég segi bara við lögregluna:  "Strákar mínir, við skulum ekkert vera að dvelja við fortíðina".  Cool  (ég stal sko lærinu daginn áður)  "Það er framtíðin sem skiptir máli".

Og ef það dugir ekki segi ég:  "Ó !  Ég vissi ekki að það væri ólöglegt að stela.  Smá mistök, þið afsakið.  Ég skila bara lærinu og málið er dautt".  Smile 

Já, því meira sem ég hugsa málið, því betri finnst mér hugmyndin.  Þetta er spennandi en á sama tíma tek ég enga áhættu.  Ég gæti jafnvel endað sem þingmaður !  W00t

.

thief-caught-cctv

 

.

Það er þó alveg bannað að stela kökum úr krúsum í gær því nær öruggt er að jafnvel börn muni spyrja hver hafi gert það.

Anna litla þjófur.  Cool

.


Bloggfærslur 6. febrúar 2010

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband