Lífsskoðun.

 

Í útvarpsmessunni í morgun flutti presturinn, séra Tómas Sveinsson, þá albestu ræðu sem ég hef heyrt í messu.

Hann kom inn á þá staðreynd að menn hafa villst ansi langt frá þeim góðu gildum sem trúin boðar okkur, s.s. heiðarleika, manngæsku, samhyggð og kærleika.

Einhvers staðar á leiðinni fór sumum að þykja í lagi að ástunda valdníðslu, græðgi og spillingu.  Það varð lífsskoðun margra að verða sem ríkastir og að sölsa undir sig sem mestum völdum, sama hvaða afleiðingar það hefði fyrir náungann. 

Það hefur hreinlega verið stefna sumra flokka að sölsa undir sig völdum og auði,  því það sé merki um "mannkosti", nái einstaklingar árangri á þeim grunni.

Þeim, sem stunduðu þetta af hvað mestu kappi, var hampað í blöðum landsins eins og þeir væru sérstakir snillingar.

Sr. Tómas sagði að orðin "góði fjárhirðirinn" hefðu alltaf haft jákvæða merkingu.  Góði fjárhirðirinn lætur sig varða velferð alls fjár og sinnir jafnt sínum eigin skepnum sem og annarra.

Í bönkunum var orðið "féhirðir" búið til og upphaflega varð sá einn féhirðir sem hafði til að bera dyggðir eins og heiðarleika og vammleysi.

Í dag hefur orðið fengið á sig ljótan blæ.  Í dag þýðir féhirðir: "sá sem hirðir fé úr bankanum".

.

Það er í rauninni ekki flókið að mynda sér lífsskoðun sem hald er í, til langframa - fyrir alla.

Þú þarft bara að fara í grundvallaratriðum eftir boðorðunum tíu.

.

happy-feet 

Og ef það vefst fyrir einhverjum, þá dugir að fara eftir þessu:

Gerðu við náungann eins og þú vilt að náunginn gjöri við þig. 

Stuðlaðu að hamingju annarra og þú munt verða hamingjusamur.

.

 


Bloggfærslur 18. apríl 2010

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband