Kæruleysistaflan.

 

Þar sem minn maður er tölvulaus á spítala, get ég alveg bloggað um vitleysuna sem valt upp úr honum í dag.  Tounge

Forsaga málsins er sú að verið var að fjarlægja gallana úr honum og kom þá í ljós að þeir reyndust óvenjulega stórir.  Gallarnir höfðu safnast saman í eins konar steina.

Áður en aðgerðin hófst, urðu hjúkrunarkonunni á þau mistök að gefa honum kæruleysistöflu.

Það hefði hún ekki átt að gera.  Pouty

Taflan var ekki fyrr farin að virka en minn maður fór að tala um starfsfólk spítalans.

"Það eru allt eintómir vitleysingar sem vinna hérna"  sagði hann drafandi röddu.

"Þau fara fram til að sækja sultu en koma svo til baka með lýsi.  Fimm lítra dunk" !  Shocking

.

5-gallon-stacking.203173742_std

.

Minn maður var í hörku vímu.

Hann sagði ýmislegt sem ég vil ekki setja á blað af ótta við að skemma mannorð hans.

En það er ekki að furða þótt maðurinn hafi bullað ef rétt reynist sem hann sagði:

"Hjúkrunarkonan ætlaði að gefa mér þrjár Paratabs og eina kæruleysistöflu...... en hún gaf mér þrjár kæruleysistöflur og eina Paratabs". 

Og svo brosti hann eins og engill.  Grin

.


Bloggfærslur 7. apríl 2010

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband