Vanhæfir flokkar.

 

Þegar íslenska handboltalandsliðið spilar á heimsmeistaramótum, stendur þjóðin öll á bakvið strákana.  Þá stöndum við saman, Íslendingar.  En það er u.þ.b. í eina skiptið sem þjóðin stendur saman.

Við rekstur okkar sameiginlega fyrirtækis, ríkisins, er hver höndin upp á móti annarri.

Nokkrir flokkar sjá um að reka "fyrirtækið" Ísland og þeir gera það ekki í neinni sátt.   Leðjuslagur á milli flokka yfirtekur alla umræðu á Alþingi og hagsmunir þjóðarinnar víkja fyrir hagsmunum flokkanna.

Hvaða vit er í svona rekstri ?

.

fighting 

.

Hefur engum dottið í hug að reka samfélagið eins og fyrirtæki ?

Við kjósum okkur framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og stjórn og þau ráða síðan inn hæfa sérfræðinga til að leysa ýmis flókin mál í rekstrinum.  Þau myndu vera - ólíkt núverandi skipulagi - öll í sama liði.  

Hagsmunir þjóðarinnar væri sameiginlegt markmið þeirra.

Nú segja einhverjir að þetta sé ekki hægt.   En flest er framkvæmanlegt, sé til þess vilji.  Og við erum komin á þann tímapunkt að við verðum að breyta.

Tíunda stærsta fyrirtæki heims árið 2009 er fyrirtækið Toyota í Japan.  Þar starfa 320.000 manns.  Svipaður fjöldi og öll íslenska þjóðin.   Smæðin í íslensku samfélagi hefur reynst okkur dýrkeypt en við getum líka nýtt okkur hana á jákvæðan hátt.

Breytum stjórnarháttum á Íslandi og förum að standa saman.

Leggjum niður flokkakerfið. 

.

island 

.

Hér er afar áhugaverð grein Illuga Jökulssonar um klíkuskap

Hér skrifar Daði Ingólfsson en hann var gestur í Silfri Egils um helgina.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Islandi helmingarskipta REGLA , 4flokkur,flokkseigendafélag,klíkur,í Bandaríkjunum notaði mafían heitið Cosa Nostra sem er ítalska og merkir ‘okkar mál’. Frá og með miðri síðustu öld stýrðu um 24 fjölskyldur starfsemi þeirra samtaka. Og á Islandi 14 eða ? það er vegna sérhagsmunagæslu 4flokkana það er stóra stóra meinð í samfélaginu

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 16:07

2 Smámynd: Ragnheiður

Líst vel á þetta hjá þér , frábær hugmynd skvís

Ragnheiður , 4.5.2010 kl. 20:24

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

SAMMÁLA Anna.  Nú hættum við þessari klíkustarfsemi.  Leggjum niður flokkana og ráðum okkur framkvæmdastjóra Íslands.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.5.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband