Eins og gömul rolla.

Ég er nú meiri sauðurinn.  Í gær og í fyrradag kom það í minn hlut að fóðra nokkrar rolluskjátur.   Þar sem ég er frekar klikkuð að eðlisfari, spjalla ég við flest dýr.  Reyndi því að eiga vitsmunaleg samskipti við kindurnar og þær svöruðu mínu jarmi alveg ágætlega.  En þetta hafði eftirköst.  Bæði í dag og í gær kemur ekkert út úr mínum munni annað en jarm.  Hvort sem ég tala, hlæ eða syng er hljóðið sem ég framkalla alltaf hið sama, jarm.  Ætlaði þá að vera almennileg og bauð systur minni að syngja fyrir hana Rod Stewart lög en hún afþakkaði pent.   (Hún er sko næstum því jafn skrýtin og ég).  Þetta er vægast sagt frekar kindarleg staða.  Ætli ég verði ekki að breyta starfsheiti mínu í símaskránni og kalla mig fjár-mála-speking Wink    Allavega er ég ákveðin í því að koma hvergi nærri hrútum meðan ástandið er svona..... þeir gætu orðið skotnir í mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög S-jarm-erandi hjá þér Lambið mitt 

Pálmi frá Lambhaga (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband