Surprice !

Nei góðan daginn.  Nú geng ég út frá því að málshátturinn í gær hafi aðeins gilt í einn dag og því sé mér frjálst að tjá mig á útopnu án þess að vera stimpluð heimsk..... ótrúlegt hvað ég er stundum bjartsýn. Grin

Um daginn sat ég á hárgreiðslustofu og las brandara meðan ég beið.  Mér finnast reyndar þessir blaða-brandarar oftast heldur þunnir en einn var þó svo góður að mínu mati að ég hló eins og hálfviti, alein úti í horni.  Hann var eitthvað á þessa leið:

Kona nokkur var nýbúin að eignast kærasta.  Hún vildi gera allt til að ganga í augun á gæjanum og hætti því alveg að borða bakaðar baunir, sem hún hafði alla tíð verið mjög veik fyrir.  Allt gekk fínt hjá þeim og dag einn er hún gekk niður aðalgötuna fann hún kunnuglega lykt.  Bakaðar baunir.  Hún hugsaði með sér að það hlyti að vera í lagi að gera eina undantekningu, tölti sér inn á veitingastaðinn og borðaði þrjá skammta af baunum.  Síðar þennan sama dag átti hún stefnumót við kærastann.  Hún gekk heim til hans og leysti dálítinn vind á leiðinni.  Áleit svo að hún væri orðin nokkurn veginn í lagi þegar hún hringdi dyrabjöllunni.  Hann kom til dyra, brosti ofurhuggulega og sagði henni að hennar biði dálítið óvænt, batt svo fyrir augun á henni og leiddi inn í borðstofu.  Þá hringdi síminn í næsta herbergi.  Hann bað hana aðeins að hinkra og svo heyrir hún í fjarska þegar hann talar í símann.  Hún ákveður að nota tækifærið og losa aðeins meira.  Lyftir annarri rasskinninni og lætur vaða.  Óskapleg fýla gýs upp en dömunni létti við þetta.  Hún ákveður að klára málið..... rekur við svo mikið að það virðist engan endi ætla að taka og veifar svo klút til að reyna að dreifa ólyktinni áður en hennar heittelskaði kemur til baka.  Þegar hann svo lýkur samtalinu nokkrum mínútum seinna og kemur til hennar, brosir hún sínu blíðasta og hann losar klútinn frá augum hennar.

Það sem við henni blasti voru tólf manns sem setið höfðu alveg þöglir við borðstofuborðið.  Nýja tengdafjölskyldan. Gasp 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband