Ekki hringja.

 

Splunkunýji síminn minn fraus í gærkvöldi.  Hann hafði áður orðið heilabilaður í fyrradag sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið, eins mikið og ég bulla í hann.  Bilunin lýsti sér m.a. í því að ef einhver hringdi í mig þá gerðist allt rétt nema að það heyrðist ekkert hljóð í símanum - minnti mig á gamla köttinn minn sem hætti að mjálma þegar dýralæknirinn tók hana úr sambandi.  Held að sumir dýralæknar viti ekki mun á raddböndum og eggjaleiðara. LoL  Æji, illa sagt.  Auðvitað var það bara mér að kenna því ég gaf dýralækninum Bailys glas meðan hann var að aftengja kisa.  (hvísl.....bara að vara ykkur við, ekki fylla dýralækninn ykkar áður en hann á að svæfa fyrir ykkur gömul dýr...... hann gæti ruglast).  Hvar var ég ?  Já, ég er víst að tala um síma og nema hvað - þegar ég var að fara að sofa þá uppgötvaði ég - engin vekjaraklukka -. Gasp  Ok, hringdi í 118 og spurði um númerið hjá klukkunni.  Hringdi svo í númerið og þá kom mjóróma rödd sem sagði "ellefu-fimmtíuogfimm-tuttugu DÍNG".  Asninn ég !!  Hringdi aftur í 118 og bað um númerið hjá VEKJARAKLUKKUNNI og hitti á sömu konuna og í fyrra sinnið - og hún flissaði. Blush  Hún sá líka sjálf um að virkja vakninguna og þessvegna var þetta ennþá hlægilegra fyrir hana.  En hún stóð sig kjellan því ég er jú vöknuð, right ? Grin  Já síminn minn..... ekki láta ykkur detta í hug að hringibjallan í honum hafi ekki virkað því hann skilaði samviskusamlega pípi í eina skiptið sem ég fékk sms í gær.  

 En vildi bara láta vita að það þýðir ekkert að hringja í mig í dag Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Okokok ég hætti að hringja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband