Sjalli eða Samúel ?

Karlamálin hjá mér eru enn í hnút.  Þið munið eftir Sjalla Jóns, kærastanum mínum sem vísaði ömmu og afa frá veislunni ?  Hann er undanfarna daga búinn að fara hamförum,  búinn að lofa öllu fögru og dæla út gjöfum.  Siggi frændi hans fékk stóra lóð og bróður sínum reddaði hann flottu starfi – bara ef þeir myndu hjálpa honum að tala mig til.  Svo fékk Jónas, æskufélagi hans nýjar nærbuxur og sandala.  Og nú keppast þeir allir við að reyna að fá mig til að halda áfram að vera með Sjalla.  Ég hallast nú að þeirri skoðun að fyrst hann gat vísað ömmu og afa frá, þá sé hann til alls líklegur og ég bara treysti honum ekki lengur.  Menn breytast ekki þótt þeir lofi bót og betrun.  Hann var líka búinn að mismuna fólki svo mikið.  Það finnst mér ekki fallegt.

 

Núna er kominn annar gaur.  Samúel Fylkir.  Hann er að reyna við mig, rosalega sætur strákur.  Hann er með mikil framtíðarplön strákurinn og virðist geta leyst hvers kyns vandamál.  Já, mér líst vel á Samúel Fylki.  InLove

 

Er ekki ráð að hætta með Sjalla og athuga hvort ég verði ekki hamingjusamari með Samúel Fylki ? 

Þið getið hjálpað mér að velja á laugardaginn.    Merkið bara við:

Sjalli      X-S eða Smile

Samúel  X-S       Grin

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband