Njóttu !

 

Lífið

er svo skemmtilega óútreiknanlegt

Þú veist ekki hvaða forlög mæta þér

Þú veist ekki hverjir ganga við hlið þér

þú veist ekki neitt

.

Þessvegna skaltu reyna að mæta forlögunum

og taka á móti þeim brosandi

því oft hefurðu ekkert val

alls ekkert val....

nema um það,  hvernig þú bregst við

.

Fyrir eigin líðan....

fagnaðu erfiðleikum

vegna þess að þeir þroska þig

fagnaðu gleðistundum

því að þær næra þig

fagnaðu deginum í dag

því hann gæti orðið sá besti.

 

 

 

laughing%20baby%20(cropped)

 

.

(það held ég nú... bara orðin hátíðleg..... vink vink og hafið það gott Grin)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fallegt ljóð - er það eftir þig? Ég er að fara bráðum í vinnuna og það er gott veganesti þetta ljóð. Takk.

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sagt er:Það sem ekki brýtur mann niður, herðir mann.

Ég hefði viljað fara með þér austur Anna,  ég hef heyrt að Jökulsáin sé svo miklu meira röff en Hvítáin.  En nú er sumargleðin á enda og önnur gleði tekur við.  Byrja eins og Ægir að vinna á miðvikudaginn kl. 9:00

Hlakka til að heyra ferðasöguna þína, þú segir svo ljómandi skemmtilega frá.

Gobbedígobb

imba 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.8.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

textin hljómar eins og  jarðafarasöngur Anna ..... Villtu kannski að þetta verði sungið í erfidrykkjunni þinni ? 

Brynjar Jóhannsson, 13.8.2007 kl. 12:46

4 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Góður Ægir, var ekki búinn að taka eftir að hún hefði aðra hlið en svona er þetta þessi hlið er líka virkilega flott

Arnfinnur Bragason, 13.8.2007 kl. 14:51

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Vá þú ert bara eins og Lao Tse eða Dalai Lama.  Hvenær kemur bókin út?

Þorsteinn Sverrisson, 13.8.2007 kl. 20:04

6 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Alveg satt og rétt, góða skemmtun skvettan þín.

Gíslína Erlendsdóttir, 13.8.2007 kl. 20:20

7 Smámynd: Halla Rut

Flott ljóð...

Halla Rut , 14.8.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Virkilega fallegur og sannur texti hjá þér :)

Hólmgeir Karlsson, 14.8.2007 kl. 00:27

9 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Fallegt.

Bjarndís Helena Mitchell, 14.8.2007 kl. 17:04

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er bara akkúrat svona í lífinu.....óþarfi þið öll að verða eitthvað feimin þó Anna sýni hina hliðina.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 18:53

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HVAÐ er bullukollan heillum horfin ? tröllum gefin og jörðin hefur gleipt hana  ?

Brynjar Jóhannsson, 15.8.2007 kl. 15:55

12 Smámynd: kloi

Anna ertu ekki að koma.....Ég er orðin hundleiður að bíða eftir þér  Ég leyni á mér í bröndurunum, hí hí hí.....hundleiður 

kloi, 15.8.2007 kl. 22:46

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hey! Hvernig er það..er ekki ennþá búið að veiða ykkur upp úr ánni???

Ævintýrsögu takk!!

Heiða B. Heiðars, 16.8.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband