Áskorun.....

Hún Þórdís Tinna okkar sem berst við krabbamein er hér með afar sterka færslu sem minnir á hversu gott við höfum það og hversu auðveldlega það góða gengi gæti allt verið horfið á morgun.

Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér og okkur hættir öllum til að taka heilsuna og öðrum góðum atriðum í lífi okkar sem gefnum.

Í framhaldi af færslunni hennar Þórdísar Tinnu er  Gíslína Erlendsdóttir  með færslu á blog.central þar sem hún hvetur til þrýstings á stjórnvöld á eftirfarandi hátt:

Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.

Hugmyndin er þessi. Á þriðjudaginn fyrir hádegi  milli 10 og 12 sendi allir öryrkjar, aldraðir og aðrir þeir sem vilja taka þátt  tölvupóst á netföng heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með meðfylgjandi  texta: ....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... (hugmynd að texta).....undirskrifað af viðkomandi með kennitölu.

Ég tek undir afar góða hugmynd Gíslínu og hvet ykkur öll hér á blogginu til að setja inn færslu um málið og/eða senda tölvupóst. Einnig held ég að það væri góð hugmynd að þeir bloggarar sem senda tölvupóst á þriðjudagsmorguninn setji í hann link inn á sína bloggfærslu um málið sem og link inn á færslur Þórdísar Tinnu og Gíslínu.

 Póstfang félagsmálaráðuneytis er  postur@fel.stjr.is og hjá heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti er það postur@htr.stjr.is og Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra gudlaugurthor@althingi.is

Kommmmma sooooo krakkar. Verum skynsöm og sýnum samstöðu í verki. Setjum strax inn bloggfærslur og stillum gsm símana og látum þá minna okkur á kl. 10 á þriðjudagsmorgunn. Það er svo auðvelt að gleyma í amstri dagsins og ekki viljum við missa af mómentinu.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... búinn að stilla gemsann minn...

Brattur, 2.9.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Done"

Halldór Egill Guðnason, 3.9.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sameinaðir stöndum vér.sundraðir föllum vérþ  Er þetta ekki einhvernveginn svona.  

Það verður eitthvað undan að láta, en ekki við.  Stöndum með réttlætinu, tökum saman höndum, svo eftir verði tekið.  Takk fyrir Anna, ég er búin að stilla gemsan minn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.9.2007 kl. 09:43

4 Smámynd: halkatla

ég ætla að reyna að vera með í þessu ætli ég stilli ekki líka gemsann eða eitthvað...

halkatla, 3.9.2007 kl. 10:06

5 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Verð með

Arnfinnur Bragason, 3.9.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband