Steinunn !

Í kvöld gerðist þetta....

.

Síminn hringdi.  Ég svara "halló".  Einhver maður spyr um Steinunni.  "Engin Steinunn hér" segi ég og legg á.

Eftir smástund hringir síminn.  Maðurinn aftur:  "Er Steinunn við" ?  "Það býr engin Steinunn hér" segi ég aftur og legg á.

Síminn hringir í þriðja sinn.   "Steinunn" !   Ég er að verða alveg gáttuð á manninum....og segi "Það býr engin Steinunn hérna og þú ert að hringja í þriðja skiptið í vitlaust númer".

Nú líða 5 mínútur.

Síminn hringir.  Maðurinn:  "Steinunn" !  Mér gefst ekki ráðrúm til að svara áður en hann heldur áfram...  "Jæja, loksins hringi ég í rétt númer.  Er ekki í lagi að ég sendi peningana bara á morgun, eftir hádegi" ?

Ég gefst upp og segi  "Jújú, það er bara fínt"  og kveð svo.  Wink

.

Svo vona ég bara að Steinunn fái peningana sína.  LoL

.

.

Viðbót..... síminn hringdi í fimmta skiptið og maðurinn sagði "Steinunn" ?  Frown

Þetta er ekki fyndið lengur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Anna, Fyrir utan það að Steinunn er mjög fallegt nafn, þá finnst mér þetta í meira lagi fyndið.  Mér finnst fyndið að mannræfillinn sé ekki búinn að gefast upp á þér, fyrst þú leggur alltaf á'n.

Þú hefðir átt að taka þér góðan tíma í að tala við garminn, ljúga að honum einhverju og segja síðan:  Ertu ekki annars að tala við Steinnunni Valdísi?

ÉG er að fara heim úr vinnunni, það er flottur föstudagur á morgun og ég á eftir að baka partýbrauð og síðan fáum við veislumat frá Red Chili fyrir næstum 50 manns.  Þú veist hvað maturinn er góður þaðan.

Góða nótt gæska og ég vona að þú vinnir í happdrætti um helgina.  Ertu ekki annars með númerabirti?  þú gætir hringt í vininn og beðið um smá aur.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.10.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Sumir eru tregir! Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 5.10.2007 kl. 01:46

3 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Gafstu mannræflinum þá ekki upp "breytt reikningsnúmer", svo aurarnir rötuðu til þín fyrir ómakið?

Sigurður Axel Hannesson, 5.10.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband