Ég horfði með lotningu.

 

Þegar ég var að alast upp, var ekki allt vaðandi í peningum eins og nú.  Það varð því mikil gleði hjá mér og bróður mínum þegar við fengum gefins notað reiðhjól.... saman.  Ég hef líklega verið um 8 ára gömul og hann þá ári eldri.

.

206430321_30def7ebce_m

.

Að eiga reiðhjól krefst þess að maður læri að hjóla.  Það er sko ekki vandalaust.  Í Dal var ákaflega vel hönnuð brekka fyrir þess háttar lærdóm... að vísu malarbrekka en malbik var ekki að finna innan 60 kílómetra radíuss.

.

Margar ferðirnar lét ég mig gossa niður brekkuna, til að læra þá miklu tækni, að halda jafnvægi á hjóli... en alltaf datt ég á hausinn.  Errm  Við vorum að æfa okkur einn daginn, ég og Halldór frændi.  Ég horfi á eftir honum niður brekkuna og viti menn !  Hann datt ekki.  Hann hjólaði !  Vá maður.... ég horfði á hann með lotningu.   Sennilega hefur mér aldrei nokkurn tíma þótt nokkur persóna jafnmerkileg og mér fannst frændi minn vera á þessari stundu.  Halldór frændi sko.  InLove

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Iss ekkert betra að vera á malbiki. Ég þaut niður Kirkjuteiginn á hjóli vinkonu minnar, alveg laus við að hafa hugmynd um hvernig bremsur virkuðu á þessu. Brotlenti á girðingunni heima og var lengi sökuð um að hafa brotið framtönnina viljandi til að vera eins og Björgvin Halldórsson. Endaði náttlega með að láta laga tönnina, enginn friður fyrr.

Ragnheiður , 22.10.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtileg minning

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Því miður hefur orðið gengisfelling á gleðinni yfir að eignast eitthvað.

Kristjana Bjarnadóttir, 22.10.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg færsla hjá þér Anna.

Marta B Helgadóttir, 22.10.2007 kl. 19:45

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Er þetta nokkuð Möve hjól, þannig hjól eignaðist ég ellefu ára gömul, og það er saga að segja frá því

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.10.2007 kl. 20:22

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gleymi aldrei thegar eg fekk fyrsta hjolid. Velamos, tekkneskt, ja og ad na ad hjola a thessu ferliki....og heimurinn vard allt i einu stærri. Flott færsla Anna, "!as usual" Blikkkarl (3 k i rod)

Halldór Egill Guðnason, 22.10.2007 kl. 23:49

7 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Gleymi aldrei fyrsta hjólinu mínu DBS sem einhver sumarstrákurinn í sveitinni heima gaf mér. Það var mjög sterkbyggt en orðið gamalt og nokkuð þreytt og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera útaf við það (til að geta eignast nýtt) tókst mér það ekki. Það var svo ekki fyrr en ég var orðinn tólf eða þrettán ára sem ég fékk loks að kaupa nýtt hjól, Chopper, þriggja gíra alveg rosta flott.  Engu að síður var það DBSið sem entist öll mín unglingsár og var nothæft löngu eftir að Chopperinn var kominn á ruslahauginn

Arnfinnur Bragason, 23.10.2007 kl. 00:08

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar ég var ungur, þá bað ég til Guðs um reiðhjól. En svo áttaði ég mig á því að Guð vinnur ekki þannig. Þá stal ég hljóli og bað til Guðs um fyrirgefningu

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2007 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband