Breyttu til.

 

Viltu vera eins og allir hinir.... eða viltu reyna eitthvað nýtt og skemmtilegt ?

Ok, leiðbeiningar fyrir þá sem þora;

Valhoppaðu inn í eldhús og skrúfaðu þar frá kalda vatninu.

Dansaðu svo til baka og láttu sem þú takir ekki eftir furðusvipnum á öðru heimilisfólki.

Ef þú mætir kettinum, hvæstu þá á hann.  Almennilega. W00t 

Dancing-Kittens-807

Sittu í smástund við skjáinn og brostu. Smile

Nú er kalda vatnið orðið vel kalt svo þú þarft að fara aftur inn í eldhús.

Valhoppaðu aftur.

Fáðu þér fullt vatnsglas og drekktu það í botn.

Dansaðu svo til baka og ef þú mætir einhverjum, rífur þú viðkomandi í smá sveiflu.

Er ekki lífið skemmtilegra svona ?  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe ég myndi prufa þetta strax ef einhverjir væru heima aðrir en ferfætlingarnir...hehehe. Ég geri þetta kannski bara í vinnunni á morgun !

Ragnheiður , 14.2.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég ætlaði að gera eins og þú sagðir en þegar ég var dansandi að hvæsa á köttinn stökk hann á milli lappana á mér þannig að ég datt og marðist á fæti og brákaði hendina.  Ég stökk að vaskinum og rak hendina undir bununa til að kæla hana en þá hafði ég óvart skrúfað frá heita vatninu,  arrrrrg

Þorsteinn Sverrisson, 14.2.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thats life!!!

Halldór Egill Guðnason, 15.2.2008 kl. 00:00

4 identicon

Augljóst að sumir eru ástfangnir...

Björg F (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Brynja skordal

jú svona á lífið að vera eintóm hamingja skál í vatni En elska kisumyndir krúttkast

Brynja skordal, 15.2.2008 kl. 01:12

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Jú, auðvitað á lífið einmitt að vera svona, engin spurning

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.2.2008 kl. 01:34

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Shock treatment eða stuð meðferð er mjög áhrifarík og gild meðferð Anna.

Þessi aðferð brýtur upp daglegt hegðunarmunstur og opnar hugann, sem leiðir oftast til þess að fólk sér nýja leið til að gera hlutina, eða bregst við með því að spegla hegðunina og tekur þátt.

Svo er ávallt til þó nokkuð af fólki sem ekki nær þessu og kallar mann bara hálfvita.

Við hálfvitarnir eigum hinsvegar ávallt glaðari dag vegna jákvæðra viðhorfa.

Góða skemmtun, Anna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.2.2008 kl. 09:34

8 identicon

Ertu að meina að það geri þetta ekki allir?????

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 19:45

9 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég segi eins og Guðrun Arna....... gera ekki allir svona....... ég veit að ef ég gerði ekki svona á hverjum degi heima hjá mér eða í vinnunni... þá myndi fólk krefjast þess að ég leitaði lækninga....... en það er allveg rétt.... .það er akkurat þetta sem gefur lífinu gildi.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.2.2008 kl. 11:35

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 23:39

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Svona sé ég, þig fyrir mér. Hoppandi,skoppandi, valhoppandi aftur á bak og út á hlið, en þú ert nú heldur voða lítið venjuleg.  Ég er frekar fyrirséð. geng eins og dama.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.2.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband