Ég hugsaði bara ekki svo langt.

 

Það er verið að byggja nýtt hús í götunni.... á bakvið mitt á ská.  Um verkið sér eitthvert lítt þekkt fyrirtæki, ekki héðan.  Eftir að þeir voru búnir að fylla upp lóðina og byggja grunn, fór að myndast hin myndarlegasta tjörn á milli okkar.  Í fyrradag tók sonur minn eftir því að karlinn, sem er í forsvari fyrir þetta verk, var að handmoka skurð.... úr tjörninni myndarlegu og niður í bakgarðinn hjá okkur.  Hann vildi losna við vatnið af því að gluggarnir hans voru komnir á kaf og fannst hann ógnarsniðugur ef hann sendi tjörnina einfaldlega beint yfir í næsta garð...

Hér koma myndir sem teknar voru eftir að búið var að stífla rennuna - en þá hafði lækur tifað létt um máða steina, niður í garðinn minn og þar var allt á floti.

020

.

Ef vel er að gáð, sést dökk rönd neðst í fyllingunni sem sýnir hvaða vatnsmagni karlskunkurinn náði að fleyta yfir til mín.  Ég fór að sjálfsögðu út og ræddi við kauða.  Ég spurði hann hvað honum gengi eiginlega til.... hvort hann héldi að hann gæti sökkt timburhúsinu mínu í vatn, eins og ekkert væri ?

Hann var ekki gáfulegur á svipinn þegar hann sagði þessa gullvægu setningu:

"Ég hugsaði bara ekki svo langt".

Akkúrat.... menn grafa rennu til að losa sig við vatn en hugsa ekki um það hvert vatnið fer.

Ætli hann setji þakið á, áður en veggirnir rísa ?  GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Manngreyjið er haldinn þeim leiðinda kvilla, er kallast „skökk hausamót“. Landlægur kvilli...;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.2.2008 kl. 17:52

2 identicon

Ég hefði orðið brjáluð...en fáránlegt....

Herborg (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eða öðrum hvimleiðum kvilla, er kallast heimska

Brjánn Guðjónsson, 21.2.2008 kl. 18:26

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

stimpilinn minn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.2.2008 kl. 19:19

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er hætt við því, miðað við þessa frammistöðu. OMG!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahahahhaha ... þetta hefur verið svo kallaður SNILLINGUR.

Brynjar Jóhannsson, 21.2.2008 kl. 21:14

7 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Meira að segja kettinum mínum hefði ekki dottið í hug að haga sér svona ...

Erna Bjarnadóttir, 21.2.2008 kl. 21:15

8 identicon

Hva, Anna mín þú átt áreiðanlega eftir að fá frá honum himinháann reikning fyrir þessar breytingar á garðinum þínum. Veistu ekki að margir myndu gefa háar fjárhæðir fyrir að hafa læk í garðinum sínum? Vinna landslagsarkitekta og garðyrkjufræðinga er nú ekki gefins á þessum þenslutímum. Ertu annars búin að gá, er hann ekki búinn að koma fyrir bæði brú og garðálfum líka?

Ásdís (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:40

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sá er góður! Vissi hann að þú varst kona ein í húsi með börnin?  Hann kann greinilega ekki aðra samskiptatækni!haha

Annars, hvenær verður Rommíið?

Edda Agnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 21:55

10 Smámynd: Dísa Dóra

úffffffffffffff kannast við svona kauða - óþolandi alveg hreint

Dísa Dóra, 21.2.2008 kl. 22:15

11 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Anna mín hringdu strax í bæjarstjórann, það er þeirra að leysa málið.

Og svo bara í vöðlurnar og æfa fluguköstinn með Bratt, nota tækifærið sem skapaðist.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.2.2008 kl. 22:25

12 identicon

Þarna misstu bra,bra af góðri tjörn.

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:42

13 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Óskemmtilegt!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.2.2008 kl. 09:04

14 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Úfff... ætli hann hafi verið að raula: lækur tifar létt um máða steina........

Kristín Snorradóttir, 22.2.2008 kl. 09:06

15 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Uss, ég hefði orðið brjáluð! Vonandi færðu eitthvað gert í málinu.

Bjarndís Helena Mitchell, 22.2.2008 kl. 09:20

16 identicon

Ja hérna megin! Nú brettir þú upp ermar og skálmar stelpa.  Láttu vaða....láttu HANN vaða.....

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:35

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú hljómar sallaróleg yfir þessu... ég hefði brjálast! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 10:42

18 identicon

Borgarnes rokkar feitast og byggingaframkvæmdirnar með......

Djö.........

H.

Helga Björk Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband