Tófulöpp á hestbaki.

 

Stundum hef ég gert grín að sjálfri mér og haft þokkalega gaman af.  EN..mér finnst ógeeeeðslega gaman, þegar aðrir skrifa hraksögur af sjálfum sér.  Það sem sumir geta verið miklir klaufar !  LoL

.

Einn bloggvina minna, Tófulöpp ,  fór í reiðtúr um helgina og hann er langt frá því að vera efnilegur hestamaður.  Með hans leyfi birti ég úrdrætti úr frásögnum hans;----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------."Það byrjaði ekki glæsilega því hrossið vatt sér eins og sjálfur miðgarðsormur undir mér, þumbaðist, þjösnaðist og þráaðist. Vorblíðan var fokin út í veður og vind og hann var ekki að fara í neinn andskotans reiðtúr, ónei! Eftir snarpa (en skamma) viðureign kyssti óæðri endinn á mér fósturjörðina með miklum gný en þar með voru ófarirnar aðeins rétt að byrja"..---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------rodeo-rider "Að sjálfsögðu var svo stoppað á næsta hvílustað, því það verður alltaf að gefa blessuðum hófaljónunum tækifæri til að safna kröftum fyrir næsta hrekkjabragð. Að hvíldinni aflokinni var það svo ein meðreiðarfraukan mín sem vippaði sér léttilega á bak sinni hryssu... Merarófétið rauk af stað áður en reiðkonan náði að festa sig í sessi og við þurftum að horfa upp á enn eina burtreiðina. Ég var kominn í hnakkinn á mínum óþekktarhesti og þurfti ásamt öllu föruneytinu að horfa upp á það þegar skvísan hossaðist aftur á lend og skoppaði svo til fundar við fósturjörðina, þó með töluvert meiri þokka en ég fyrr um daginn. Það fór kliður um réttina þegar hún stangaði mölina með hjálminum svo undir tók í fjöllunum".-----------------------------------------------------------------------------------."Sumir hlupu til að stumra yfir þeirri afbakidottnu, aðrir ruku til að ná í strokuhestinn og það tók vonandi enginn eftir því þegar ég steig í flýti af baki til að huga loksins að óförum annarra. Stígvélið mitt var semsagt ennþá fast í ístaðinu og hross-andskotans-melurinn bakkaði á fullu... alveg gjörsamlega að plotta að stinga af líka, með mig blaðskellandi á eftir sér eins og hvert annað drasl... Þá hefði ekkert vantað upp á ródíóstemmninguna!".--------------------------------------------------------------------------------."Hestastelpan knáa, sú sem stangaði mölina svo fast að sverustu karlmenni kiknuðu í hnjáliðunum, tók sér mig til fyrirmyndar, reis úr rotinu eins og Lasarus forðum og skellti sér umsvifalaust aftur á bak rokgjörnu merinni. Mér hefði nú alveg fundist dynjandi lófatak vera viðeigandi, og jafnvel hefði einn og einn getað hrópað: "ÞAU LENGI LIFI"... en svona nokk er líklega daglegt brauð í þessum dal. Við máttum kannski þakka fyrir að vera ekki beðin um "ENCORE!" Ég fyrir mitt leyti hefði alveg látið uppklapp sem vind um eyru þjóta! "   ..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hehehe

Ragnheiður , 17.4.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Tófulöpp

Hömmhömm! "...og hann er langt frá því að vera efnilegur hestamaður"  Mammammammanni getur nú sárnað! Ég bara bendi á að það var látt mig detta á rassinn af ótrúlega óþekku óknyttahrossi. Ég hringdi beint í dóttur mína (hestakonuna) sem fannst þessi áfangi í reiðferli föðurins ekki sérlega merkilegur, "ég hef dottið 1000 sinnum af baki pabbi minn" Sagði þessi elska! Ég þarf endilega að hafa hana með næst og athuga hvort HENNI finnist gamli maðurinn vera EFNILEGUR HESTAMAÐUR

Tófulöpp, 18.4.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 343173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband