Nokkur gullkorn barna um hjónabandið.

 

Hvernig á að viðhalda ástinni í hjónabandinu?
Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg , jafnvel þótt hún líti út eins og vörubíll.
Jónas 10 ára

.

Hvernig veit maður hverjum maður á að giftast?
Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maður sjálfur. Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og ídýfuna.
Jóhann 10 ára

Það ákveður enginn áður en hann er fullorðin hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint.
Kristín 10 ára

.

Hvernig sér maður hvort ókunnugt fólk sé gift?
Maður verður bara að giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á sömu krakkana.
Daníel 8 ára

.

get_married_no_thanks_post[1]

.

Hvað gerir fólk á stefnumótum?
Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru. Meira segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Linda 8 ára

Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara að hvort öðru og það er yfirleitt nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur.
Marteinn 10 ára

. 

Á hvaða aldri er best að ganga í hjónaband?
Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila eilífð.
Kamilla 10 ára

Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri maður þarf bara að vera bjáni.
Friðrik 6 ára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Maður verður bara að giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á sömu krakkana.
Daníel 8 ára"

Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:56

2 identicon

Þetta er aalveg dásamleg snilld. Þessi blessuðu börn, hitta naglann aldeilis á höfuðið..

alva (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tær snilld

Brjánn Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

SUMIR HLUTINIR ERU SVO SANNIR AÐ ÞAÐ ER DÁSAMLEGT..

"Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara að hvort öðru og það er yfirleitt nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur." eins og t.d þetta sem hann Marteinn sagði

Brynjar Jóhannsson, 7.7.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: arnar valgeirsson

það er svo mikill sannleikur í þessu að það er algjörlega óskiljanlegt bara. fullorðnir komast ekki svona að orði, enda bulla þeir bara út i eitt.

arnar valgeirsson, 7.7.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þvílík snilld.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.7.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er æðislegt...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.7.2008 kl. 23:58

8 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehehe alveg æðislegt

Svanhildur Karlsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:00

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Meira segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Linda 8 ára
 Geggjað fyndið and as if!  Hey, djók!... or was it.. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.7.2008 kl. 03:38

10 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:10

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

"Það er best að vera 23 ára því þá er fólk búið að þekkjast heila eilífð." (Kamilla 10 ára)

Krúttlegt

Edda Agnarsdóttir, 8.7.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 343173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband