Hungursneið.

Lífið er bæði gaman og alvara.  Í síðustu færslu var ég vitaskuld að spauga.  Wink  

En lífið er ekki eintómt grín og nú fjalla ég um grafalvarlegt mál.

Ég ferðast til Egyptalands í vor.... og mér rennur verulega til rifja að heyra af yfirvofandi hungursneið í fjölmörgum löndum, þar ekki alls fjarri. 

Á meðan við Íslendingar kveinum og kvörtum yfir versnandi lífskjörum, eiga aðrir íbúar þessarar veraldar við mun meiri vanda að etja.  Það eru þeir sem ekki geta brauðfætt sig sjálfir.  Hvernig tilfinning er það að vera móðir sem þarf að horfa á börnin sín svelta og deyja síðan úr hungri og geta ekkert aðhafst ?  Örugglega skelfilegasta tilfinning í heimi !

.

mother_and_child_starving_bw 

.

Neðangreind frétt er tekin af Vísi.is;

.

"Hungursneyð er yfirvofandi á gríðarstóru svæði í austanverðri Afríku. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að hátt í fimmtán milljónir manna þurfi aðstoðar við eigi ekki að koma til stórkostlegra hörmunga.

Loftslagsbreytingar eru daglegur veruleiki í austanverðri Afríku þar sem úrkoma undanfarin ár hefur verið minni og-eða óstöðugri en vant er til og þurrkar meiri - og á öðrum tímum - en fólk hefur vanist.

Fátækt er þar landlæg, sem og vopnuð átök og dýrasjúkdómar - og nú hefur verðbólga, hátt olíuverð og ónógur matur bæst við. Hinir verst stöddu eru ekki lengur aðeins fólk í sveitum, heldur einnig milljónir manna í þéttbýli, að því er talsmaður Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði fréttamönnum í Nairobi fyrir helgina.

Um tuttugu milljónir manna búa í fátækrahverfum í löndunum í austanverðri Afríku - allt frá Eritreu og Sómalíu vestur til Uganda og suður til Tanzaníu. Þetta fólk horfist nú í augu við hungurvofuna sem aldrei fyrr vegna þeirrar efnahagskreppu sem gengur yfir heiminn. Víða hefur verð á matvælum hækkað um 30-50%, eins og í Kenya - og þar bætist við að ólgan í kjölfar forsetakosninganna um áramótin dró talsvert úr landbúnaðarframleiðslu.

Sameinuðu þjóðirnar fara nú fram á rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala, eða andvirði liðlega þrjátíu milljarða króna, til að bregðast við þeim vanda sem við blasir. Þetta er til viðbótar við það fé sem þegar er varið til að fæða hungrað fólk á svæðinu.

Þær fjórtán til fimmtán milljónir manna sem þurfa matvælaaðstoð á næstu mánuðum eru í Eþíópíu, í Sómalíu, í Kenya, Uganda, Eritreu og Djibouti. Ekki er ólíklegt að suðurhluti Súdans bætist í þennan hóp, - og ef taka má mið af ástandinu 2006, þá gæti það sama gilt um Tanzaníu, Burundi og Rúanda".

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

 Ekki alsstaðar blómlegt í heimi hér.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.7.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

& öll komum við mannaparnir frá Afríkunni upprunalega.

Steingrímur Helgason, 27.7.2008 kl. 22:51

3 identicon

já, hættum að kvarta!!

alva (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 02:16

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - það er örugglega skelfilegasta tilfinning í heimi! Öðru hvoru hellist yfir mig löngun til að fara þarna út og hjálpa þessu fólki í gegnum þróunaraðstoð en hina stundina get ég ekki hugsað mér að horfast i augu við alla neyðina - allar hörmungarnar.........

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband