Ég sá alls ekki neitt.

 

Dagurinn í dag hefur farið í algjöra slökun.  Ég settist fyrir framan sjónvarpið og nú verð ég að viðurkenna dálítið sem mig langar ekkert til að viðurkenna opinberlega.  Blush 

Ég setti upp gleraugun.  Pouty

Gleraugu og ég passa einhvern veginn ekki saman finnst mér.  Bara eins og kleina og hrásalat passar ekki saman.  Eða það finnst mér.

En nú er svo komið að ég sé ekki almennilega á sjónvarpið nema að setja upp brillurnar. 

.

briller_561634p 

.

Ég setti því gleraugun á nefið en reif þau strax af mér aftur;

"Það hefur eitthvað komið fyrir þau, mikið svakalega eru þau skítug.  Ég sé ekki neitt" !

Gleraugun voru pússuð vel og vandlega og sett aftur á nefið.

Ennþá allt í þoku.   En þá fattaði ég. 

Á nefinu hafði ég gleraugu húsbóndans sem er nærsýnn ......... en ég er fjarsýn.  Shocking

Þvílíkur snillingur.   Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Ragnheiður

psst ég verð sko að myrða þig ef þú blaðrar eftirfarandi staðreynd

ég er farin að hafa gleraugun með mér í vinnuna

Bið að heilsa þessum nærsýna

Ragnheiður , 12.10.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert frábær...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.10.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla að trúa þér fyrir því - vegna þess að ég veit að þú ferð ekki með það lengra - ég sé EKKERT án gleraugna! Þekki fólk af látbragði ef ég tek þau ofan........

Hefur þó ýmsa kosti í för með sér líka.... eins og t.d. þann að í desember tek ég bara ofan brillurnar og voila! Jólastjörnur út um allt - eða ég tek þau af mér og sjá!! Ekkert ryk

Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 23:03

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:15

7 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt

Aprílrós, 13.10.2008 kl. 00:57

8 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 13.10.2008 kl. 10:41

9 identicon

Þú færð mann alltaf til þess að brosa...

Kristin Sif (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:12

10 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 13.10.2008 kl. 19:55

11 Smámynd: kop

Já já, nú skil ég afhverju þið eruð svona hrifin af leiðindaliði í enska boltanum. Hafið aldrei séð þetta réttum augum.

kop, 13.10.2008 kl. 21:19

12 Smámynd: Brattur

... hehe Vörður... annað okkar sér vel en heyrir illa, hitt sér illa en heyrir vel, þannig vitum við að United eru bestir...

Brattur, 13.10.2008 kl. 21:35

13 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Anna min hvar fannstu þennan mann ... þvilikur snillingur..... United og alles.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:22

14 Smámynd: kop

Haha... Brattur, eftir svona krókaleiðum er hægt að fá allt til að passa, en ef þú trúir þessu, þá er það bara besta mál fyrir þig.

kop, 14.10.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 343173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband