Ort af tilefni.

 

Þetta fann ég á netinu en veit ekki hver höfundur er;

.

Ort af tilefni.

.

Var það þess virði
þú víkingur útrásarinnar
að láta land þitt að veði
svo legið þú gætir á allsnægtabeði
og kjamsað á ávöxtum ágirndar þinnar?
Var það þess virði
að veðsetja allt sem er dýrast
hneppa þjóð þína í helsi
hrifsa burt stolt hennar, manndóm og frelsi
svo aleinn þú fengir í höllum að hírast?
Var það þess virði
að veita þér allt sem þú þráðir
ánetjast gleði og glaumi
gjálífið þreyja í óminnisdraumi
– uppskeru njóta, þó engu þú sáðir?
Var það þess virði
að verða svo sjúklega ríkur
– að eignast allt þetta glingur?
Er ekkí hjarta þér dulítill stingur?
Því sá á jú ekkert, sem yndið sitt svíkur.

.

alfheidur-akranesi-fani-einn-480 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"....svo aleinn þú fengir í höllum að hírast!

Gott þetta! 

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 18:56

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekki handónýtur kveðzgabur atarna..

Steingrímur Helgason, 18.1.2009 kl. 00:17

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

sniff sniff...var það þess virði????

Bergljót Hreinsdóttir, 18.1.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 343174

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband