Ólafur hefur hlustað á þjóðina.

 

Á óvenjulegum tímum gera menn óvenjulega hluti.

Ég er mjög sátt við að forseti Íslands styðji við þjóð sína með þessum hætti.  Hann hefur greinilega hlustað vel á kröfur okkar á Austurvelli ásamt því að hann hefur fylgst með umræðum á netinu.

Þau fjögur atriði sem hann tiltekur eru að mínu mati nákvæmlega það haldreipi sem við Íslendingar þurfum í stöðunni.

- Við þurfum frið í þjóðfélaginu.

- Leggja þarf áherslu á að kollsteypa ekki fjölskyldum og atvinnulífi landsins.

- Við þurfum kosningar í vor.

- Skoða þarf hvort ekki sé breytinga þörf til að endurskapa lýðræði á Íslandi.

.

 

Ég fyllist bjartsýni.  Cool


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við vorum einmitt að ræða þetta ég og maðurinn minn.  Að það væru óvenjulegir tímar og þess vegna skítt með hefðir.

Óli flottur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 18:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - síðasti liðurinn er eitthvað alveg nýtt hjá forráðamönnum.

Líst vel á daginn! Só far - *hoppafgleðikall*

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Óli G. er að koma vel út úr þessu. Fyndið að hugsa til þess að hann hefur kannski verið að lesa blaðrið í okkur venjulegu launaþrælunum og taki mark á því.

Villi Asgeirsson, 26.1.2009 kl. 18:28

4 identicon

Hann skipar utanþingsstjórn, sem er auðvitað það eina rétta. Nú ætlar Grísinn að stimpla sig inn aftur BIG TIME eftir útrásarsukkið.

Helgi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:00

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég hef nú alltaf stutt forsetann okkar, þ.e.a.s. eftir að hann yfirgaf Framsókn.

Vitið til!  Hann mun sennilega sjálfur leggja forsetaembættið niður og við fáum að sjálf velja forsetisráðherra.

Ég er ekki eins döpur og ég var í gær.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.1.2009 kl. 19:06

6 identicon

Ja ég er nú ekki alveg svona jákvæð í garð forsetans. Hann var óneitanlega mikilvæg stærð í velgengni útrásarvíkinganna, besti vinur Jóns Ásgeirs, svei. Kannski veit hann bara að nú þegar stjórnin er fallin og fjármálaeftirlitið líka þá eru hann og Davíð næstir á listanum.

Ásdis (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:32

7 identicon

Ég er mjög ánægð með forsetann okkar. Það væri best í stöðunni núna að fá utanþingstjórn. Ásdís segir að hann sé besti vinur Jóns Ásgeirs. Hvernig veist þú það?

Það er nóg komið af skítkasti. Við vorum ÖLL slefandi af hrifningu á afrekum útrásarvíkingana.Grobbin og bjánaleg. Nú erum við vöknuð og verðum að halda áfram.

Ný stjórn, fjármálaeftirlit og seðlabankastjórn vonandi sem fyrst. Og svo NÝTT LÝÐVELDI og björt framtíð á Íslandi.

Ína (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:59

8 Smámynd: Brattur

Ólafur komst flott frá viðtalinu í dag eftir fund hans með Geir... hann hefur lag á því að hrista upp í stöðnuðum hugsanagangi og koma með óvænt útspil... engin lognmolla á Bessastöðum frekar en venjulega ...

Brattur, 26.1.2009 kl. 20:36

9 Smámynd: Einar Indriðason

Það vantar eitt.... Seðlabankinn er, amk þegar ég skrifa þetta, enn "smitaður" .....

Einar Indriðason, 26.1.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband