Þá skulum við líta á boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins.

 

HÉR ER STEFNAN eins og hún var boðuð fyrir síðustu kosningar.

Það þarf engan snilling til að sjá samhengið í stefnunni og því sem síðan gerðist.

Og miðað við skýrsluna;   ætti þá ekki fólkið sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að biðjast afsökunar og stíga af sviðinu ?  Og þá meina ég allir.

.

576 

.

Ef málið væri ekki grafalvarlegt, mætti næstum því sjá þessa mynd sem brandara.

.

 


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Kostuleg mynd og meinkaldhæðin í ljósi þess sem fylgdi í kjölfarið.

Brynjar Jóhannsson, 1.3.2009 kl. 14:21

2 identicon

Sjalfstæðisflokkurinn reiðir sig a skammtimaminni folks.

Kolla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við skulum hjálpast að við að hressa upp á minni Íslendinga.  Bæði í máli og myndum. Þessi er góð. ég er að hugsa um að ræna henni og prenta hana út í lit og hengja upp á kaffistofunni á mínum vinnustað.  Takk Anna

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.3.2009 kl. 20:20

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ísland=Enron

Þór Jóhannesson, 1.3.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Til að hressa upp á skammtímaminnið, það kemur kannski ekki í réttri röð enn ég er ekki frægur fyrir að hafa gott minni. Nóg samt fyrir mig:

Davíð birtist alt í einu í Kastljósi með minnispappíra og varaði við þessu fyrir löngu síðan. Hvers vegna aðhafðist hann ekkert?

Forstjjóri FME fékk "hugboð" dagin áður enn Landsbankanum var lokað. Hann seldi öll Landsbankabréf vegna "hugboðsins" sem hann fékk, og fór síðan daginn eftir og tók hann yfir í nafni Ríkissins.

100 milljarðar voru fluttir úr KP Banka 5 mín. áður enn Ríkisstjórn tók yfir þann banka. Engin skúring á þessari greiðslu, engin spurður, engin handtekinn, svo þetta hljóta að hafa verið eðlileg vinnubrögð bankastóra seint um kvöld.

Kanski fékk hann "hugboð" líka eins og FME forstjórinn. Fólk hefur alls konar yfirnáttúrulegar gáfur.

BB og Valtýr Sigurðsson töfðu málið við bankarannsóknina nógu lengi að sonum þeirra var bjargað úr þessaru fjármálalegu drulluleðju. Tókst það fínt.

Davíð kóngur neitar að víkja með góðu, þrátt fyrir að vera komin á lista sem er verri enn að vera eftirlýstur af Interpol. Sýndi hann hroka sinn og sjúkdóm í allry sinni dýrð að ekki verða við tilmælum forsætisráðherra.

Geir Haarde segði eftirá að hann hefði líka beðið Davíð um að hætta enn fékk sömu svör. Trúi ekki einu orði sem sá karl segir. Geir hefði aldrei þorað að stinga upp á svona við Davíð.

Geir er persónulega of hræddur við Davíð til þess. Enn nú er Davíð fallinn. Nú má fara að yfirheyra hann. Og marga fleiri. 

Óskar Arnórsson, 2.3.2009 kl. 06:37

6 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

okay mamma tengist ekkert malinu sko

Enn hvad helduru ad tad se ekki haegt ad finna facebook ?! (Buin ad spjalla vid Doru kristinu aeskuvinkonu og stelpur sem eg kynntist a Mallorca tegar vid vorum tar)

Eg fann Toru hundin sem vid attum tegar vid bjuggum i gamla KB, og stelpuna sem a hann er vinkona vinkonu minnar sem er her i ameriku lika, shit hvad eg fekk mikid sjokk ad sja toru og eg tekkti hana strax! shock...


Íris Guðmundsdóttir, 2.3.2009 kl. 23:21

7 Smámynd: Brattur

Góð Íris... mamma tengist ekkert málinu... ... þú ert fyndin eins og hún mamma þín...

Brattur, 2.3.2009 kl. 23:58

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..á maður bara ekki að vona að Sjálfstæðisflokkurinn lendi á þjóðmynjasafninu og mætti hafa sérstakan bás fyrir hann þar.

Og vaxmyndir af aðal þrælahöldurum viðskipta- og stjórnmálaglæpona.

Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 00:46

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

híhíhí ég er að flissa að Írisi - ferlega fyndin stelpan

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 10:47

10 identicon

Myndin af "blessuðum skötuhjúunum" er eins og lokasena í lélegri sápuóperu sem margir sváfu af sér  hrukku upp þegar tjaldið féll og

.....kjósa svo kannski að horfa á sýninguna aftur 

"Stefnan brást ekki heldur fólkið", það má líka segja

.........handritið var lélegt og leikararnir líka 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:28

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hver einn og einasti sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn ætti að sjá sóma sinn í að hætta í pólitík og snúa sér að öðru. Hleypa öðru fólki að. Tuðarinn, sem er sjálfstæðismaður, fær hins vegar engan botn í það að margir telji að flokksmenn og konur annara flokka skuli mega halda sínu striki eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í hildarleiknum sem nú kremur landann. Man ekki betur en Ingibjörg hafi tekið vel á móti kossi Geirs á Þingvöllum forðum og aktað upp frá því sem allt eins ömurlegur fylgifiskur gjálífisins og andskotans dellunnar sem viðgekkst á þessum tíma. Segi það enn og aftur að ALLIR þingmenn og konur sem setið hafa á þingi, fyrir ALLA flokka, meðan Ísland brann til grunna, eiga ekki að eiga afturkvæmt á þing. PUNKTUR! Þetta snýst andskotann ekki lengur um pólitík...þetta snýst um skynsemi og að fólk átti sig á því sem þarf að gera til að rétta úr kútnum og koma okkur út úr krísunni. Það er nægur tími til að taka menn til bæna þegar því líkur.

Halldór Egill Guðnason, 4.3.2009 kl. 01:04

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Páll A. og Halldór Egill. eru með snilldarkomment þó þeir sjái sama leikritið frá sitthvoru sjónahorni..flott flott komment.! Ég kann ekki að skrifa svona..

Óskar Arnórsson, 4.3.2009 kl. 07:16

13 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er óþarfi að refsa öðrum þingmönnum en þeim sem voru beinir þátttakendur í blekkingarleik Sjálfstæðisflokksins. Þannig ætti Ingibjörg Sólrún að sjálfsögðu að hverfa frá stóli formanns Samfylkingar - sem hún er að valda miklum skaða með áframhaldandi setu í með.

Nokkrir Samfylkingarráðherrar ættu vissulega að fylgja henni og ber þar fremstan að nefna Björgvin G. (Baugsson) og Össur Skarphéðinsson mætti íhuga stöðu sína.

Framsókn og Sjálfstæði ætti meira og minna öll að skipta út hausum (þó það sé e.t.v. ekki nóg á meðan flokkseigendurnir eru þeir sömu og áður).

VG ber ekki nokkra ábyrgð og því ekki upp þingmenn þeirra að sakast hvernig fór. Vissulega sýndi Kolbrún Halldórsdóttir hvað er fremst í forgangsröðinni hjá henni þegar hún hélt - nokkrum dögum eftir hrun - Alþingi í gíslingu umræðu um að konur hefðu nú alls ekki komið Íslandi í þessa stöðu ef þær hefðu verið við völd (hvað með Ingibjörgu Sólrúnu, Valgerði Sverrisdóttur, Þorgerðu Katrínu, Sólveigu Pétursdóttur o.fl. - eru það ekki konur?). Öfga femínismi er engum til góðs og síst jafnréttis- og réttlætissinnuðum femínistum. Kolbrún ætti því að sjá sóma sinn og víkja fyrir þessi afglöp. En sjáum bara hvort liðsmenn VG kjósi hana bara ekki út úr öruggu sæti í forvalinu!

Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband