1.9.2009 | 21:37
Biluð bílaþvottastöð.
Að eiga bíl er ekki alltaf draumur í dós. *Dæs*
Minn bíll stóð í makindum á hlaðinu heima og ég var í rólegheitum að dúlla mér inni, þegar fuglsræksni sem nýkomið var úr berjamó og greinilega hafði ekki kunnað sér hóf, flaug yfir með aldeilis hroðalegan niðurgang. Sletturnar töldu á annað hundrað sem skullu á mínum áður fína bíl.
.
.
Í dag þurfti ég síðan að fara á þessum skítabíl til Reykjavíkur. Þar útréttaði ég - ekki eins og fín frú - og yrti ekki nokkur maður á mig, merkilegt nokk !
Ekki mátti við svo búið standa, þannig að ég fann bílaþvottastöð í Mosó. Þar stóð ég lengi og las leiðbeiningar um hvernig ég ætti að bera mig að. Fyrst lagði ég bílnum í skúr númer tvö. Þá setti ég kort í lesarann og ákvað að 6 mínútur væru hæfilegur þvottatími. Nískupúkinn í mér kom upp á þessari stundu og ég hljóp eins hratt og ég gat inn til að byrja að þvo..... og græða sem mest !
Gekk allt vel í byrjun..... - - - tjöruhreinsun - - - háþrýstidæla með sápu - - -
...... en þá var komið að kústinum með bleiku sápunni. Ég setti hann í gang og byrjaði að nudda fugladritið en þá spýttist bleika froðan yfir mig alla út um gat á slöngunni. Kræst !
Ekki jók það ánægju mína að við mér blöstu skilti; "Það eru myndavélar í gangi hérna".
Í snarhasti skrúfaði ég fyrir bévítans slönguna.... hljóp að hinni hlið þvottaskúrsins, ýtti aftur á "háþrýstidæla með sápu" og byrjaði að skola bleiku froðuna af bílnum.
Þá var peningurinn búinn. Og bíllinn allur í bleiku.
Aftur var farið með kortið....... 4 mínútum bætt við..... hlaupið út - til að græða sem mest...... og ég rétt hafði það af að skola af bílnum og úða smá bóni yfir.
Nú býst ég við að eigendur þvottastöðvarinnar njóti gamanmyndarinnar......
....... Þegar bleika konan þvoði krækiberjaniðurganginn.....
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 343173
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Aprílrós, 1.9.2009 kl. 22:38
hihihihihi já ég býst við því líka....
Ég þvoði gula tauið mitt og hengdi það út til þerris í gær. Gleymdi því út í nótt og tók gula þvottinn minn inn í morgun með fjólubláum slettum.
Minn fugl var nebblega líka í berjamó
Hrönn Sigurðardóttir, 2.9.2009 kl. 07:34
hahaha, væri til í að sjá upptökuna
Brjánn Guðjónsson, 2.9.2009 kl. 19:20
Hahahahaha ... love it!!!!!
Hugarfluga, 3.9.2009 kl. 10:56
Ha ha ha - og þetta er, skal ég segja þér, mynd nr. 1 á vídeóleigunum í Mosó núna !! ;-)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 14:00
Takk fyrir innlitið á bloggið mitt
Ragnar L Benediktsson, 4.9.2009 kl. 14:19
hahahaha æj úpps..sjöníuþrettán..hef sloppið enn við berjaskituna
Ragnheiður , 5.9.2009 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.