Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?

 

Orðið hveitibrauðsdagar 'fyrstu dagar hjónabands' hefur verið notað í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar af söfnum Orðabókar Háskólans  að dæma. Það er tökuorð úr dönsku hvedebrødsdage en Danir hafa hugsanlega tekið sitt orð að láni úr lágþýsku, wittebroodsweken sem í raun merkir 'hveitibrauðsvikur'. Skýringin er að á hátíðisdögum var aðeins borðað hveitibrauð sem þótti fínna en gróft brauð.

fransbraud_020306

Úrvals fransbrauð á hveitibrauðsdögunum!

Ekki virðast aðrar þjóðir tengja fyrstu dagana eftir brúðkaup við hveitibrauð. Svíar tala um smekmånad, eiginlega 'gælumánuð', í þýsku er talað um Flitterwochen, eiginlega vikur þegar látið er vel að einhverjum, og í ensku er notað orðið honeymoon.
(Tekið af Vísindavef H.Í.)
.
saguaroMoon_seip800
Nú er stefnan tekin á hunangstunglið.  Wink
.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú lifir ekki á brauði einu saman.  Ég held að á hveitbrauðsdögunum þurfi maður ekki annað.  Við nærumst á ástinni, hinsvegar væri nú gaman að vita hvað hugtakið hveitibrauðsdagar táknar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.9.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hunangstungl hljómar girnilega

-

-

-

---

-

-

-

-

------

-

-

strikin eru það sem Mjásmundur hafði til málanna að leggja

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 15:54

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugsanlega getur þýðingarvél Google leyst úr því hverju hann vill koma á framfæri

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 15:55

4 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst að Hrönn eigi umsvifalaust að stofna moggabloggsíðu fyrir Mjásmund. Mér sýnist hann hafa margt gott fram að færa öfugt við ansi marga bloggara í dag.

Seint yrði hann amk sakaður um meiðyrði.

Hveitibrauð segir Anna, jahá...þá er það ónýtt nema ég taki sænsku aðferðina á þetta. Ég má ekki borða svona hveitibrauð hehehe

Ragnheiður , 13.9.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 343183

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband