Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Vinkona mín.

 

 

Besta vinkona mín fór í heilaskanna um daginn og þeir fundu ekkert.  Já, trúið mér bara, þeir fundu AKKÚRAT EKKERT !   Ekki eina baun.

Við erum ekkert smá mikið búnar að hlægja að þessu, vinkonurnar.  LoL    Við erum þá ekki að hlægja að henni.  Nei nei,  það er bara mesta furða hvað stelpan er, miðað við tómahljóðið í höfði hennar. 

Fyrir mig er málið öllu verr vaxið.  Að ég skuli hafa átt bestu vinkonu í 30 ár og aldrei tekið eftir því að hún er með EKKERT í kollinum, er vissulega áfellisdómur yfir dómgreind minni. 

 

 

Ég er örugglega ljóska inn við beinið.   22

 

 


Ábót á róbótasögu.

 

Þegar ég átti afmæli síðast, gaf mamma mér sóp-róbót í afmælisgjöf.  Það gerði hún líklega af vorkunsemi við mig.  Ómögulegt að dóttirin þurfi alein að sjá um öll húsverkin.  Enda kom það á daginn að ég var hæstánægð.  Mér fannst svo heimilislegt að hlusta á "kallinn" minn sinna húsverkunum meðan ég lá í baði og svoleiðis. Grin 

Já, ég var ánægð í einhvern tíma.  Síðan lá leið mín til Reykjavíkurhrepps.  Í Kringlunni sá ég aðra tegund af sóp-róbót.  Sá var þeim eiginleikum gæddur að hann ekki bara sópaði rusli og ló saman, hann ryksugaði beinlínis allt upp.   Ó ó !  Ekki get ég nú sagt að mamma hafi haft mikinn metnað fyrir dótturinnar hönd. Blush   

Hún gaf mér VERKAMANNA-SÓP-RÓBÓT !  En þarna sá ég VERKFRÆÐINGS-SÓP-RÓBÓT.  Frown

 

MAMMA !!! Gasp  Hvað ertu að pæla ! 


LEIKUR... og hættiði svo að tuða um flokkunina !

 

Í gær fór ég í Laugardalshöllina og sá strákana mína  vinna Serbalufsurnar.  Grin  Það var sko enginn vandi.  Eitthvað var farið að hitna í hamsinum á fólkinu því allir voru komnir í sandala og ermalausa boli.  Ég fór reyndar úr mínum bol en var svo heppin að vera í öðrum innanundir.  Þið hefðuð átt að sjá vonbrigðin á ásjónu gæjanna fyrir aftan mig þegar sú staðreynd blasti við þeim.  LoL  Greyin,,  alltaf að tapa. 

Í fyrri hálfleik hvatti ég strákana mína ;

"Ísland" klapp klapp klapp og "Áááááfram Ísland" klapp klapp     klapp   klapp klapp.  Það var alveg sama hvað ég hrópaði, ég heyrði ekki einu sinni í sjálfri mér, hvað þá að mér hafi dottið sú vitleysa í hug að strákarnir heyrðu Íslandið mitt. 

Hins vegar kom annað hljóð í litla kroppinn í síðari hálfleik.  Þá varð ég svo æst eitthvað að ég orgaði eins og ljón.  Uppgötvaði þennan líka fína barítón í sjálfri mér.  Wink  Held að það hafi verið þá sem við sigldum framúr lufsunum og náðum sex marka forskoti.

Nú er næsta skref að sækja um inngöngu í karlakórinn Heimi og karlakór Hreppamanna til vara.  Þar á ég væntanlega eftir að slá í gegn á ýmsum sviðum.  Tounge

1920266521karlakorBudapest

 

 


Anna, Þór og Heiður.

 

Ég hef aldrei getað skilið af hverju mér er alltaf kennt um þegar fólk hefur ekki tíma.

 

"Nei, ég hef ekki komist í þetta vegna anna."

 

 

Það eru heldur ekki sældardagar hjá Þór greyinu, löggan tekur hvern einasta ökuÞór sem á vegi þeirra verður.

 

 

Svo minnist maður ekki ógrátandi á Heiði.

Hversu margir hafa ekki sagst hafa farið uppá hana ?


Snjall kall.

 

Tveir félagar voru á gangi niður Laugaveginn.  Skyndilega kemur ræningi og heimtar alla peningana þeirra.  Þeir byrja að tæma vasa og telja uppúr veskjum sínum.  Rétt áður en þeir afhenda féð, snýr annar sér að hinum, réttir honum tíuþúsundkall og segir:  "hérna er það sem ég skuldaði þér".

cat-robbery


Í dag lærði ég að.......

th_colorfulworld[1]

 

Lífið er eins og lítið blóm

litfagurt ferðalag

raulaðu lag með þýðum róm

og njóttu lífsins í dag.

 

 

Valdapot og veraldleg gæði 

hamingju tæplega skapa

vertu því vinur í ró og næði

og veistu, þú munt ekki tapa

 

 

Gæska þín er gullin og fróm

en gæt að því sérhvern dag

að elska hvern mann, hvert lítið blóm

og hástöfum syngja lag.

 

goldlake

 

Takk Gillí.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þróunarkenning Darwins á við engin rök að styðjast.... við erum komin af kartöflum.

funny_face

 

Það þarf varla að taka það fram að Frakkar eru komnir af frönskum kartöflum.  Segir sig sjálft.


Tapað - fundið.

 

 

Vissirðu um bakarann ?

 

 

Hann týndi hálsmeninu sínu.

 

 

Hann leitaði.........

 

 

......... en fann það ekki í smjördeiginu

 

 

......... heldur ekki í snúðadeiginu

 

 

......... né í kökudeiginu

 

 

en hann fann það......

 

 

 

 

 

.......... í hádeginu.

 

 

funny

 

Thihihihi  LoL hahahaha.... fyndið, fyndið. LoL 

 

 


Sláttur er hafinn í Borgarfirði.

 

Þar til fyrir nokkrum árum notaði ég sjálfvirkar garðsláttuvélar, samtengdar skítadreifurum, afar hentug tæki sem bera vinnuheitið hross.  Í garðinn minn fóru þessar græjur reglulega og inntu af hendi (væri kannski réttara að segja inntu af hófum)  garðvinnuna. 

 

Síðan flyt ég og eignast garð sem er svo stór, að virðulegir lögbýliseigendur líta mig öfundaraugum.  Ekki má í þennan garð sleppa hrossum sökum nálægðar við nágranna.  Því fór  ég á stúfana og festi kaup á garðsláttuvél..... eða svo hélt ég þar til sonur minn upplýsti mig um annað.  Eftir miklar hláturrokur hans og bendingar á nýja tækið, lét hann í té þá skoðun sína að þetta væri ekki meira en sýnishorn.  Leikfangasláttuvél !  Svona Bubbi byggir útgáfa.  Pouty

 

slattuvel

 

Í gær tók ég upp "dótið" mitt og hóf slátt.  Fór semsagt að leika mér.   Sprettan góð og það verður að viðurkennast, með semingi, að leikfangasláttuvélin réði heldur illa við blettinn.  Hún drap á sér nokkuð oft og neitaði ítrekað að fara í gang aftur.  Þá greip ég til gamals húsráðs og hristi hana duglega til, sneri henni í hálfhring og gaf henni drag.  Man að heima var sjónvarpið alltaf lamið í gamla daga.  Þetta virkaði vel og blettinn sló ég. 

 

Hann fékk nýtískulega klippingu í þetta skiptið..... pönk. Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband