Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
24.4.2008 | 16:19
Auglýsingar á Moggabloggi.
Auglýsingarnar á Moggabloggi gerast æ kræfari;
"Pungurinn kemur þér í samband, hvar og hvenær sem þú vilt".
"Fáðu netið beint í punginn strax í dag".
ÁTS. Ég bara spyr; Vill það einhver ?
.
Ofangreindar auglýsingar má sjá á flestum bloggsíðum, hægra megin.
Ég keypti mig frá Moggabloggs-auglýsingum og er því punglaus.
En það er svosem ekkert nýtt.
24.4.2008 | 13:43
Allt fyrir vini mína.
Ég var að spegúlera.
Það er svo oft sagt "Það er maðkur í mysunni".
Hefur einhver fengið maðk í Mysu ? Bara einhver ????
.
.
Einmitt. Ég þekki aldrei neinn sem vinnur í happadrætti.
Þegar ég verð orðin gömul, ætla ég að vinna við að setja maðka í Mysur. Kannski smelli ég ormum í nokkrar skyrdollur í leiðinni.
Skyr með bláberjum og ánamöðkum. Only for you my friend.
.
.
Gleðilegt sumar !
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2008 | 22:21
Ekki trúlofuð og ekki ólétt.
Ehhhhh........ ég var að segja alveg satt í gær, enda veit ég að það er ljótt að plata. Ég er að fara í brúðkaupsferð eeeeeen ........kannski gleymdi ég að segja að það er bróðir minn sem gengur upp að altarinu.
Og eins skemmtilegt og það nú er, ætlar hann að kvænast tilvonandi mágkonu minni.
Endalaust gaman að svona tilviljunum.
.
.
Tilvonandi brúðhjón vilja semsagt fá félagsskap í ferðinni - og fannst vænlegt að bjóða okkur það hlutverk, þar sem afar líklegt er að við gerum einhvern skandal eða usla eða hvað þetta nú allt heitir.
.
Ég biðst afsökunar á óprúttinni stríðni minni.
.
PS. Bæði vinnuveitandi minn og dóttir fengu fréttirnar á sama hátt;
"Við erum að fara í brúðkaupsferð í maí" og það kom skemmtilega löng þögn í kjölfarið.
.
Hamingjuóskunum mun ég skila samviskusamlega til réttra aðila.
22.4.2008 | 22:07
Brúðkaupsferð í maí.
Það er að verða komin marktæk niðurstaða í skó-rannsóknina. Þar sem ég hef tileinkað mér að hafa hlutina auðvelda, ef hægt er, mun ég bíða þar til 100 manns hafa tekið þátt. Þá er svo auðvelt að prósentureikna niðurstöðuna.
Allir að smella á skóstærð, ha !
.
.
Annars verð ég að hvísla að ykkur smá fréttum. Þetta er ekki alveg frágengið ennþá, en ég segi það samt og þið lofið að fara ekki með það lengra.
Ohhhhhhh....... ég er svooooo kát.
Í maí fer ég í brúðkaupsferð.
.
Segi ykkur smáatriðin þegar búið verður að ganga frá öllum endum.
20.4.2008 | 12:57
Í vísindaskyni.
Í lífinu hefur maður margt brallað. Enn á ég þó eftir að stimpla mig inn í vísindasamfélagið, svo eftir verði tekið. Nú skal tekið á því.
Hér til hliðar er skoðanakönnun;
Hvaða skóstærð notar þú ?
.
.
Þessari könnun er ætlað að varpa ljósi á það, hvort líklegra sé að menn bloggi, hafi þeir ákveðna fótstærð.
Viðbót:
Ég datt niður á heildarlausn varðandi Íslenska knattspyrnulandsliðið okkar; Við ættum að manna það með skósmiðum. Þeir eru manna flinkastir að sóla.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
19.4.2008 | 10:04
Mér er mál að blogga um íslenskt mál.
Það er ekki heiglum hent að læra íslensku. Orð geta verið skrifuð eins en verið þó með mismunandi framburði. Dæmi;
Vilborg = Villa (linur framburður)
Villumelding = villa (harður framburður)
Hvernig eiga útlendingar að sjá muninn ?
Varstu að kalla Kalli ?
.
Dóttir mín, 11 ára, er að gera ritgerð um Snorra Sturluson. Henni fannst hann eiga of margar frillur. (með linum L-um) Snorri var náttúrulega ekki í lagi; 1 trilla og 3 frillur.
.
.
Ef útlendingar koma í búð og biðja um Só Fasett er ekki víst að þeir fái það sem um er beðið.
Þeir þurfa að segja Sófa sett.
Kannski þeim gangi betur að tala, ef þeir fá sér málband ?
.
Það er mjög hvimleitt þegar fólk heilsar mér mjög hratt.
Hæ´na.
Spil og leikir | Breytt 20.4.2008 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
18.4.2008 | 18:22
Spil og leikir.
Í kvöld fer ég að spila bridge. Þetta er síðasta kvöldið af þremur í sameiginlegri keppni Akurnesinga, Borgnesinga og Borgfirðinga.
Nú spyr ég; í hvaða sæti lendi ég ?
Athugið að samkvæmt reglum og reglugerðum, má enginn giska á sama númerið.
Nei, nú mismælti ég mig. Það mega engir tveir giska á sama sætið.
Möguleikarnir eru 1-18.
.
.
Nú má ég ekki spila rassinn úr buxunum.
.
17.4.2008 | 21:52
Merkilegt.
Í dag er 17. apríl.
Á morgun er 18. apríl.
Tilviljun ??
.
17.4.2008 | 19:33
Tófulöpp á hestbaki.
Stundum hef ég gert grín að sjálfri mér og haft þokkalega gaman af. EN..mér finnst ógeeeeðslega gaman, þegar aðrir skrifa hraksögur af sjálfum sér. Það sem sumir geta verið miklir klaufar !
.
Einn bloggvina minna, Tófulöpp , fór í reiðtúr um helgina og hann er langt frá því að vera efnilegur hestamaður. Með hans leyfi birti ég úrdrætti úr frásögnum hans;----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------."Það byrjaði ekki glæsilega því hrossið vatt sér eins og sjálfur miðgarðsormur undir mér, þumbaðist, þjösnaðist og þráaðist. Vorblíðan var fokin út í veður og vind og hann var ekki að fara í neinn andskotans reiðtúr, ónei! Eftir snarpa (en skamma) viðureign kyssti óæðri endinn á mér fósturjörðina með miklum gný en þar með voru ófarirnar aðeins rétt að byrja"..--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- "Að sjálfsögðu var svo stoppað á næsta hvílustað, því það verður alltaf að gefa blessuðum hófaljónunum tækifæri til að safna kröftum fyrir næsta hrekkjabragð. Að hvíldinni aflokinni var það svo ein meðreiðarfraukan mín sem vippaði sér léttilega á bak sinni hryssu... Merarófétið rauk af stað áður en reiðkonan náði að festa sig í sessi og við þurftum að horfa upp á enn eina burtreiðina. Ég var kominn í hnakkinn á mínum óþekktarhesti og þurfti ásamt öllu föruneytinu að horfa upp á það þegar skvísan hossaðist aftur á lend og skoppaði svo til fundar við fósturjörðina, þó með töluvert meiri þokka en ég fyrr um daginn. Það fór kliður um réttina þegar hún stangaði mölina með hjálminum svo undir tók í fjöllunum".-----------------------------------------------------------------------------------."Sumir hlupu til að stumra yfir þeirri afbakidottnu, aðrir ruku til að ná í strokuhestinn og það tók vonandi enginn eftir því þegar ég steig í flýti af baki til að huga loksins að óförum annarra. Stígvélið mitt var semsagt ennþá fast í ístaðinu og hross-andskotans-melurinn bakkaði á fullu... alveg gjörsamlega að plotta að stinga af líka, með mig blaðskellandi á eftir sér eins og hvert annað drasl... Þá hefði ekkert vantað upp á ródíóstemmninguna!".--------------------------------------------------------------------------------."Hestastelpan knáa, sú sem stangaði mölina svo fast að sverustu karlmenni kiknuðu í hnjáliðunum, tók sér mig til fyrirmyndar, reis úr rotinu eins og Lasarus forðum og skellti sér umsvifalaust aftur á bak rokgjörnu merinni. Mér hefði nú alveg fundist dynjandi lófatak vera viðeigandi, og jafnvel hefði einn og einn getað hrópað: "ÞAU LENGI LIFI"... en svona nokk er líklega daglegt brauð í þessum dal. Við máttum kannski þakka fyrir að vera ekki beðin um "ENCORE!" Ég fyrir mitt leyti hefði alveg látið uppklapp sem vind um eyru þjóta! " ..16.4.2008 | 23:09
Fasteignamat ríkisins - ekki fyndið.
Nýlega voru skrifstofur Fasteignamats ríkisins í Borgarnesi og á Egilsstöðum, lagðar niður.
Samkvæmt samantekt sem ég hef undir höndum, var heildar rekstrarkostnaður skrifstofunnar í Borgarnesi 2,46% af heildar rekstrarkostnaði Fasteignamats ríkisins.
Á sama tíma unnu starfsmenn í Borgarnesi 14% af heildar fjölda þeirra erinda sem unnin voru í Fasteignamati ríkisins.
M.ö.o. Starfsmennirnir í Borgarnesi unnu mun betur fyrir kaupinu sínu, heldur en aðrir starfsmenn stofnunarinnar.
Því er sú ákvörðun að loka skrifstofunni í Borgarnesi "í sparnaðarskyni" alveg óskiljanleg með öllu.
Kristinn H. Gunnarsson tók þetta mál upp á Alþingi í dag og fórst það afar vel úr hendi. Árni V. Mathiesen svarar honum með langloku sem heldur ekki vatni.
Hérna er slóð á umræðurnar um ofangreint á Alþingi í dag
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði