Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
6.5.2008 | 22:41
Carry on my Wayward son.
Þetta lag nær alveg inn í hjartað mitt og hefur alltaf gert.
Lagið í heild sinni tekur rúmlega fimm mínútur í spilun. Þar sem lesendur mínir eru upp til hópa duglegt fólk sem hefur ekki tíma til að hlusta svo lengi, set ég hér stutta útgáfu með bíómyndarívafi.
Yndislegt !
.
.
Lengri útgáfa lagsins fyrir Hrönn og Guðrúnu Örnu...... súperkonur:
.
Hér átti myndbandið að vera en það gerðist ekki, svo ég gríp til neyðarúrræðis og set slóð.....
http://youtube.com/watch?v=pw6_VXPwm6U
.
Spil og leikir | Breytt 7.5.2008 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2008 | 22:11
Ljóska eða ekki ?
.
Ég fæddist dökkhærð......
.
.
En svo varð ég ljóshærð.......
.
.
Og ennþá meira ljóshærð.........
.
.
........ og nú er ég dökkhærð.
Hvort er ég ljóska eða ekki ?
4.5.2008 | 22:13
Vindmylla föður míns.
Faðir minn heitinn, hafði mikið hugvit. Hann var bifvélavirki í sveit og það komu tímar, þar sem hann þurfti að finna sér verkefni. Oft sátum við saman við eldhúsborðið og hugsuðum hvað hann gæti gert til að afla tekna yfir háveturinn, þegar lítið var að gera á verkstæðinu. Meðal þess sem hann bjó til í hjáverkum voru dráttarkúlur, snúrustaurar, blómastandar, garðhlið og garðslöngur.
Fyrir um 30 árum datt honum í hug að smíða sér vindrafstöð. Rafmagn var dýrt á þessum árum og verkstæðið notaði mikið rafmagn. Næstu 10 árin, eyddi hann stórum hluta frítíma síns í að byggja vindmylluna. Jarðhýsi byggði hann utan um rafalinn. Blöðin á vindmyllunni voru mjög stór. Ef ég hef skilið rétt er öxull látinn snúa rafal sem getur framleitt rafmagn. Vindmyllan hans pabba gat framleitt 12kW. Vindmyllan var tilbúin, að mig minnir, árið 1988.
.
.
.
Vegna óstöðugleika í veðri, hafa vindmyllur yfirleitt hemlunarbúnað til að blöðin snúist ekki of hratt. Slíkur búnaður var á þessari vindmyllu. Ég sá föður minn nokkrum sinnum hlaupa upp mastrið til að stöðva vindmylluna ef þess þurfti. Afar misvindasamt er á þessum æskuslóðum mínum. Áttir geta breyst á örskotsstundu. Það gerðist einn daginn með þeim afleiðingum að vindmyllan fór að snúast öfugt, náðist ekki að stöðva hana og spaðarnir fóru af.
Pabbi fékk nýja spaða en þegar þeir fóru af í annað sinn, alllöngu síðar, gafst hann upp. Áratugs vinna farin í súginn. Draumurinn búinn. Hann var hnípinn þann daginn.
Í dag getur pabbi vonandi kíkt niður af himnum á dóttur sem er ennþá stolt af honum fyrir eljuna og hugvitið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.5.2008 | 11:42
Ég fékk hnefann í andlitið.
Það voru heljarinnar læti hérna í gær.
Þannig var að ég leit í spegil. Vissi ég þá ekki fyrr en ég fékk hnefann beint í andlitið.
Síðan skipti engum togum en að næst fékk ég kinnhest, þvínæst fékk ég einn á´ann og svo var ég barin sundur og saman, kýld og slegin.
Slamm, spling, krass, bojjjngg &%&%/&%/& !!!
Sambærileg slagsmál hef ég aldrei upplifað.
.
.
Ég var að berjast við hrukkurnar.
3.5.2008 | 11:17
Tískuþáttur.
Tíska er orð sem ég hef ekki lagt nokkurn skilning í, só far.
Og stakur sokkur er staðreynd.
Þvottavélin á heimilinu þarf auðvitað næringu. Hún þarf þvottaduft, mýkingarefni og sokk.
Það kemur alltaf stakur sokkur út úr henni og svo er ló í sigtinu. Það þarf engan snilling til að sjá að ló er sokkur sem hefur farið í gegnum meltingarfæri þvottavélar.
Undanfarið hefur ekki farið framhjá mér að dætur mínar ganga dag eftir dag í ósamstæðum sokkum. Fjólublár sokkur á hægri fæti og bleikur á þeim vinstri. Og það þykir flott !
Þvílík eðaltíska.
.
.
Nú er aldeilis öldin önnur heldur en hún var á síðustu öld.
Ég er orðin tískufrík.
1.5.2008 | 18:51
Addi.
Einu sinni voru nokkrir strákar á rúntinum og Addi keyrði.
Skyndilega kemur dekk skoppandi og tekur framúr þeim.
Þá segir Addi:
Strákar, sjáiði hjólið.
Síðan heyrist í honum:
Strákar, þetta er hjólið okkar.
-----------------------------------------------
Skömmu síðar var Addi að keyra á þjóðvegi eitt.
Við vegkantinn standa tveir hestar, sitthvoru megin.
Þá segir einn strákanna:
Addi, passaðu þig á hestunum.
Addi svarar um hæl:
Þetta er allt í lagi, ég keyri bara í miðjan hópinn.
.
.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði