Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Guttormur er partur af lífi mínu.

 

.

LogoHaus 

.

 

Það eru ekki margir Íslendingar meðlimir í golfklúbbi án þess að kunna golf.

En það er ég.  Happy

.

GLEFSUR ÚR FUNDARGERÐ STOFNFUNDAR - GOLFKLÚBBS GUTTORMS TUDDA;

. 

Nýr golfklúbbur stofnaður 25. maí 2000:

Tuddinn Guttormur gerður að verndara.  Áhuginn meiri en getan á upphafsdögum klúbbsins.  Aðal í klúbbnum og upphafsmaður að þessu öllu saman er Þorgeir Smári Einarsson. Talið er að hugmynd að stofnun golfklúbbs hafi kviknað þegar þrjú pör drifu sig á golfnámskeið snemmsumars 1999.   Í framhaldi af því var gutlað á golfvöllum hér og þar það sem eftir ar sumars – með misjöfnum árangri þó.

Komið hafði til tals að stofna til kosninga um nafngift golfklúbbsins en þess í stað var afráðið að nota hið alkunna einræðisvald og velja framangreint nafn, enda leist öllum bærilega á,  þegar allt kom til alls. Nafnið sækir klúbburinn í höfuð á heimsfrægum tudda í Laugardalnum, Guttormi hinum góðholda. Að auki er talið að klúbburinn sæki að hluta nafn sitt í aðalhvatamanninn – Þorgeir – sem fróðir menn telja að hafi í árdaga verið uppnefndur Þorgeir TUDDI.

Mörg mál voru á dagskrá þessa fyrsta fundar – og virtist fyrsta mál á dagskrá vera að fá sér aðeins í fótinn! Er það skoðun margra klúbbfélaga að fót-í-fá-sér ætti alltaf að vera fyrsta mál á dagskrá - ALLTAF!

...........................

Af hverju Guttormur?

Nafn klúbbsins vekur jafnan athygli þá sjaldan að það er til opinberrar umræðu eða þegar fólk heyrir af þessum félagsskap í fyrsta skipti.

Af hverju að kenna golfklúbb við naut?

gutti_small.jpgAfhverju ekki? Svo einfalt er það. Á stofnfundi klúbbsins tók hinn ævikjörni formaður fram fyrir hendurnar á lýðræðislegri umræðu um nafngift (hefur lýðræðisleg umræða hendur?). Alræðisvaldi var beitt af yfirtuddanum sjálfum og þurfti raunar ekki mikið vald til þess að fá samþykkt að nafn klúbbsins yrði kennt við naut – því á stofnfundinum úði og grúði af drykkjunautum, sessunautum og jafnvel sáust þar stöku rekkjunautar.

Allra nauta elst

Segja má að Guttormur hafi slegið öll met...

Í fyrsta lagi er hann það íslenska naut sem þyngst hefur orðið. Þann 18. apríl 2001 náði hann 942 kílógrömmum en heldur hefur sigið á grennri hliðina hin síðari ár og nú í haust vó hann 890 kílógrömm. Þó ber að hafa í huga að Guttormur stundar meiri líkamsrækt á sumrin en á veturna og er því jafnan léttari í vetrarbyrjun en vetrarlok.

Í öðru lagi er Guttormur líklega frægasta naut á Íslandi og óhætt að fullyrða að hann á met að því leyti að ekki hafa fleiri barið annað naut augum.

Í þriðja lagi er Guttormur kominn á efri ár – sem mun sjaldgæft meðal nauta nú til dags að því er fram kemur í fróðleiksmola um gripinn á vef Húsdýragarðsins í Laugardal. Guttormur tuddi fagnaði þann 12. október ellefu ára afmæli sínu en algengt er að nautum sé slátrað þegar þau eru á bilinu tveggja til fjögurra vetra.

Vilji menn leita að einhverju sameiginlegu með Guttormi tudda og Golfklúbbi Guttorms tudda liggur beinast við að nefna hringinn – við spilum níu eða átján holu hring en tuddinn sjálfur er með hring í nefinu. Um þennan nefhring segir í áðurnefndum fróðleiksmola: “Hringurinn í nefi Guttorms hefur þann tilgang að ef nautið, sem er mjög sterkt og stórt, ákveður að gera eitthvað af sér þá er hægt að grípa í hringinn og snúa upp á hann. Hættir þá nautið venjulega öllum látum og hlýðir þeim er tosar í hringinn. Með því minnkar hann sársaukann en miðnesið á nautgripum er mjög viðkvæmt. Ekki þarf oft að grípa til hringsins sem betur fer, Guttormur er geðgóður með eindæmum.” Hið sama verður að sjálfsögðu sagt um golftuddana – geðgóðir með eindæmum!

Guttormur er fæddur 12. október 1992 á Eystri-Sólheimum.

stassa_small.jpgÞess má að lokum geta að verndari klúbbsins í kvennaflokki og guðmóðir verðlaunahornanna góðu er kusan Stássa frá Dal í Miklaholtshrepp.  Eigi kunnum við af henni miklar sögur né mælingar.

 

------------------------

Vetrardagsskrá klúbbsins er fjölbreytt og samanstendur m.a. af keilu, pool, félagsvist, pílu og badminton.  Flestir standa sig vel en aðrir enn betur.   Uppskeruhátíð er fastur liður á hverju ári með tilheyrandi verðlaunaafhendingu, veislumat og spurningakeppni.

Því miður fyrir mig, fékk ég engin verðlaun þetta árið.  Pouty   Fannst þó að ég hefði mátt fá viðurkenningu fyrir best greiddu félagsgjöldin.  En ég var ein um þá skoðun.


 


mbl.is Guttormur 2 afhjúpaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband