Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
16.9.2009 | 00:36
Alexandra hélt marki United hreinu.
Það var engin tilviljun að Manchester United sigraði hið tyrkneska lið Besiktas í kvöld.
Alex Ferguson ákvað nefnilega að setja hina kattliðugu Alexöndru í markið, í fjarveru Edwin van der Sar.
0 - 1 voru lokatölur leiksins og Alexandra fékk klapp að launum.
.
.
Héldum tyrknesku áhorfendunum rólegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 20:23
.........................Það sem manni dettur í hug !
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.10.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
12.9.2009 | 10:10
Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?
Orðið hveitibrauðsdagar 'fyrstu dagar hjónabands' hefur verið notað í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar af söfnum Orðabókar Háskólans að dæma. Það er tökuorð úr dönsku hvedebrødsdage en Danir hafa hugsanlega tekið sitt orð að láni úr lágþýsku, wittebroodsweken sem í raun merkir 'hveitibrauðsvikur'. Skýringin er að á hátíðisdögum var aðeins borðað hveitibrauð sem þótti fínna en gróft brauð.
Ekki virðast aðrar þjóðir tengja fyrstu dagana eftir brúðkaup við hveitibrauð. Svíar tala um smekmånad, eiginlega 'gælumánuð', í þýsku er talað um Flitterwochen, eiginlega vikur þegar látið er vel að einhverjum, og í ensku er notað orðið honeymoon.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2009 | 23:40
Sumt veit ég þó.....
Eitt af því sem ég ekki veit, er af hverju ostur er seldur í mismunandi prósentum. Sennilega veit ég það ekki af því að ég hef aldrei spurt. Eða kannski veit ég það ekki af því að ég er ekki menntaður mjólkurfræðingur. Hvað veit ég ? Mögulega vita þetta allir nema ég og telst ég þá lítt gáfuð.
Nú....fyrst gáfnafar mitt ber á góma hér, er best að árétta að ég veit af hverju áfengi er með mismunandi prósentutölur.
En best að missa sig ekki í vitleysu ef ósköpin skyldu nú koma í Morgunblaðinu.
.
.
Bloggið fjallar um osta - ekki áfengi.
.
Einn Gouda ostur er 26%
Sá næsti 17%
Og síðan má kaupa sér Gouda 11%
Hvar endar þetta ?
Jú..... það veit ég þó.
Það liggur alveg beint við að fljótlega verði framleiddur Gouda 0 %.
Og síðan Gouda mínus 7%
Frostostur !
8.9.2009 | 10:30
Sagði upp vinnunni í miðri kreppu.
Það er ekki hægt að segja að ég fari alltaf troðnar slóðir.
Í vor sagði ég upp vinnunni !
Í miðri kreppu, bara sisvona.
Og hætti störfum um síðustu mánaðamót.
Það hefur alltaf verið prinsipp hjá mér að hafa gaman af vinnunni. Og þegar mér finnst vinnan ekki uppfylla væntingar mínar um lífsfyllingu, þá segi ég upp. Og það gerði ég.
Ég hugsaði með mér að ég fyndi mér bara eitthvað annað að gera. Og ef ég finn ekkert annað, þá bara bý ég mér til vinnu. Og ef ég bý mér ekki til vinnu, þá bara geri ég ekki neitt. Og ef ég geri ekki neitt, þá hef ég bara meiri tíma til að blogga. Nei, djók !
En mig langaði svolítið mikið að eiga frí í september og ég er komin í frí.
Eftir það vonast ég.... svona í alvöru talað.... til að láta draum minn rætast. Því í kreppunni felast mörg tækifæri, ykkur að segja.
Draumurinn er sá að ég verði yfirmaður minn. Reki mitt eigið fyrirtæki.
Þá get ég sagt við mig; "Anna, get ég fengið frí í dag" ? Og þá segi ég bara; "Nei Anna, þú getur ekki fengið frí í dag"....(rosalega harður yfirmaður)... "en þú mátt eiga frí á sunnudaginn".
.
.
Og þá get ég bakað pönnukökur á sunnudögum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.9.2009 | 10:55
Púst.
Oftast blogga ég á léttari nótum en stundum þarf að slá á þyngri nótur, þótt ekki sé nema til að halda sér í formi.
Stundum þyrmir yfir mann vegna óréttlætis og spillingar sem virðist meiri en nokkurn óraði fyrir.
Í rauninni finnst mér alveg borðleggjandi að nokkrir aðilar hafi gerst sekir um landráð. Ef það, að leggja fjárhag þjóðar sinnar í rúst og eyðileggja orðspor okkar og trúverðugleika, á örskömmum tíma, kallast ekki landráð.... hvenær á þá orðið landráð við ?
Ég ætla ekkert að skafa af því og segi að ég fyrirlít þá aðila sem komu þjóðinni í þessa stöðu.
Í mínum huga eru þeir gjörsamlega siðlausir einstaklingar sem eiga og þurfa að bera ábyrgð gjörða sinna og það sem fyrst.
Ég held að ein af mörgum mistökum fyrrverandi ráðamanna hafi verið þegar einkahlutafélög með mjög takmarkaðri persónulegri ábyrgð voru lögleidd. Skúrkarnir hlaupa með eignir og skuldir milli fyrirtækja og bera enga persónulega ábyrgð á gjörðum sínum. Þannig óábyrg hegðun getur ekki leitt til góðs. Enda hefur það nú rækilega sýnt sig. Og við lesum um það daglega.
Foreldrar mínir kenndu mér í æsku að ég bæri ábyrgð á gjörðum mínum.
Hvurskonar uppeldi fengu sumir embættismenn og útrásar-drullusokkar ? Maður spyr sig !
.
Þá hef ég pústað aðeins........ og til að ná niður blóðþrýstingi, vil ég enda pistilinn.... þar sem ég las mönnum pistilinn....... á nokkrum ljúfum myndum.
.
.
.
.
.
1.9.2009 | 21:37
Biluð bílaþvottastöð.
Að eiga bíl er ekki alltaf draumur í dós. *Dæs*
Minn bíll stóð í makindum á hlaðinu heima og ég var í rólegheitum að dúlla mér inni, þegar fuglsræksni sem nýkomið var úr berjamó og greinilega hafði ekki kunnað sér hóf, flaug yfir með aldeilis hroðalegan niðurgang. Sletturnar töldu á annað hundrað sem skullu á mínum áður fína bíl.
.
.
Í dag þurfti ég síðan að fara á þessum skítabíl til Reykjavíkur. Þar útréttaði ég - ekki eins og fín frú - og yrti ekki nokkur maður á mig, merkilegt nokk !
Ekki mátti við svo búið standa, þannig að ég fann bílaþvottastöð í Mosó. Þar stóð ég lengi og las leiðbeiningar um hvernig ég ætti að bera mig að. Fyrst lagði ég bílnum í skúr númer tvö. Þá setti ég kort í lesarann og ákvað að 6 mínútur væru hæfilegur þvottatími. Nískupúkinn í mér kom upp á þessari stundu og ég hljóp eins hratt og ég gat inn til að byrja að þvo..... og græða sem mest !
Gekk allt vel í byrjun..... - - - tjöruhreinsun - - - háþrýstidæla með sápu - - -
...... en þá var komið að kústinum með bleiku sápunni. Ég setti hann í gang og byrjaði að nudda fugladritið en þá spýttist bleika froðan yfir mig alla út um gat á slöngunni. Kræst !
Ekki jók það ánægju mína að við mér blöstu skilti; "Það eru myndavélar í gangi hérna".
Í snarhasti skrúfaði ég fyrir bévítans slönguna.... hljóp að hinni hlið þvottaskúrsins, ýtti aftur á "háþrýstidæla með sápu" og byrjaði að skola bleiku froðuna af bílnum.
Þá var peningurinn búinn. Og bíllinn allur í bleiku.
Aftur var farið með kortið....... 4 mínútum bætt við..... hlaupið út - til að græða sem mest...... og ég rétt hafði það af að skola af bílnum og úða smá bóni yfir.
Nú býst ég við að eigendur þvottastöðvarinnar njóti gamanmyndarinnar......
....... Þegar bleika konan þvoði krækiberjaniðurganginn.....
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði