Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Sjö þúsund orð.

 

Mynd segir meira en þúsund orð.  Þetta verður því langt bogg eða ígildi sjö þúsund orða.  Tounge

.

Á Lágheiðinni 

Á há Lágheiðinni.

.

Skúrir í grennd 

Skúrir í Grennd.  Fyrir þá sem ekki vita, er Grennd í Húnavatnssýslum.  Og þar eru alltaf skúrir. 

.

Í baði 

Í baði. 

.

Í körfu 

Í körfu. 

.

Í slökun 

Í slökun. 

.

Í skál 

Í skál. 

.

Þess má geta að öll dýrin komu sér þarna fyrir af sjálfsdáðum.

.

Undir regnboganum 

Óskaðu þér.   

.

 


Töffarinn.

 

Um síðustu helgi voru Raftarnir með vel heppnaða bifhjólasýningu í Borgarnesi.

Sonur minn, sem er í Röftunum, gekk á sínum tíma í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og þar lærði hann að prjóna.

.

raftar 

.

Sjáiði hvað hann er flottur !  Smile    Algjör töffari.

Töffaragenin hefur hann í beinan kvenlegg frá móður sinni.

.

Anna_hjól

.

Þessi mynd er tekin fyrir rúmlega korteri úr öld.  Þarna situr mömmutöffarinn á Suzuki 50 hjólinu sínu.   

Mömmutöffarinn gleymir því aldrei þegar hún var að hjóla um götur Akranesbæjar í hálku og lenti á rauðu ljósi.  Þegar stigið var ofurvarlega á bremsurnar rann afturhjólið í fallegum boga upp að hlið framhjólsins og mömmutöffarinn fór hægt en virðulega á hliðina, hvar hún skautaði á hliðinni - með reisn - yfir rauð ljós og út á mið gatnamót.

.

Djöfull var það töff !  Happy 

.


Ungviði.

 

Hvað er það sem heillar svo við smábörn, hvolpa, kettlinga, apaunga og folöld ?

.

Closeup_of_baby kitten

mac_elephantcanadian-harp-seal_6049

.

Ég held að það séu leikgleðin og sakleysið. 

.

Hver kannast ekki við litlu stúlkuna -sakleysið uppmálað - sem spyr móður sína í sundlaugarklefanum:  "af hverju er konan þarna með svona stór brjóst"?   

 Blush 

Já, börnin segja kannski ekki alltaf það sem við viljum heyra - en þau segja það sem þau meina.  Við þurfum að læra það af þeim.  Að segja það sem við meinum og standa við það.  Vera sönn.

Væri ekki heimurinn miklu betri ef börnin stjórnuðu honum ?

.

children_church 

.

Við fullorðna fólkið eigum ekkert erindi upp á pall með okkar græðgi, valdsýki og eiginhagsmunapot.

  Við erum bara snargalin.  Pouty 

 

.

fish32a 

.

Ungviðið er alltaf svo yndislegt.   Nema kannski fiskar.  FootinMouth

 


Bíddu.

 

Ég þekki ekki einn einasta mann sem finnst skemmtilegt að bíða.

Það er mér hulin ráðgáta hvaða galgopi fann upp fyrirbærið BIÐ.

Einhverjir toppuðu svo fíflaganginn og fundu upp biðstofur, biðskýli og biðraðir. 

Sérhannaðir staðir til að bíða og bíða og bíða og bíða.  Hversu gáfulegt er það ?  LoL

.

Það er til fullt af fólki sem er búið að bíða í 20 ár eftir því að finna elskuna sína.

Aðrir bíða alla ævi eftir því að fá happadrættisvinning.

Bíða eftir kaffinu

- klósettinu

- fréttunum

- símhringingu

- þvottavélinni 

- rigningunni. 

Menn bíða meira að segja eftir því að komast til tannlæknis. 

.

waiting-t11674 

.

Þegar orðið bíða er "gúgglað" koma 7.970.000 niðurstöður.  Bara á Íslandi ! 

Það eru bókstaflega allir að bíða og rúmlega það. 

Ertu kannski að bíða eftir því að ég bloggi gáfulega ?

.

NOT !   W00t


Vanhæfir flokkar.

 

Þegar íslenska handboltalandsliðið spilar á heimsmeistaramótum, stendur þjóðin öll á bakvið strákana.  Þá stöndum við saman, Íslendingar.  En það er u.þ.b. í eina skiptið sem þjóðin stendur saman.

Við rekstur okkar sameiginlega fyrirtækis, ríkisins, er hver höndin upp á móti annarri.

Nokkrir flokkar sjá um að reka "fyrirtækið" Ísland og þeir gera það ekki í neinni sátt.   Leðjuslagur á milli flokka yfirtekur alla umræðu á Alþingi og hagsmunir þjóðarinnar víkja fyrir hagsmunum flokkanna.

Hvaða vit er í svona rekstri ?

.

fighting 

.

Hefur engum dottið í hug að reka samfélagið eins og fyrirtæki ?

Við kjósum okkur framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og stjórn og þau ráða síðan inn hæfa sérfræðinga til að leysa ýmis flókin mál í rekstrinum.  Þau myndu vera - ólíkt núverandi skipulagi - öll í sama liði.  

Hagsmunir þjóðarinnar væri sameiginlegt markmið þeirra.

Nú segja einhverjir að þetta sé ekki hægt.   En flest er framkvæmanlegt, sé til þess vilji.  Og við erum komin á þann tímapunkt að við verðum að breyta.

Tíunda stærsta fyrirtæki heims árið 2009 er fyrirtækið Toyota í Japan.  Þar starfa 320.000 manns.  Svipaður fjöldi og öll íslenska þjóðin.   Smæðin í íslensku samfélagi hefur reynst okkur dýrkeypt en við getum líka nýtt okkur hana á jákvæðan hátt.

Breytum stjórnarháttum á Íslandi og förum að standa saman.

Leggjum niður flokkakerfið. 

.

island 

.

Hér er afar áhugaverð grein Illuga Jökulssonar um klíkuskap

Hér skrifar Daði Ingólfsson en hann var gestur í Silfri Egils um helgina.

 

 


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband