Eigum við að leika okkur ?

 

DSC03276

.

Þetta er leikur sem ég og vinkona mín fórum oft í, á unglingsárunum.

Það á að finna öll karlmannsnöfn sem byrja á FWink  Bannað að nota símaskrá eða önnur hjálpartæki...... bara að virkja hugmyndaflugið.


Hélt þetta yrði ekkert mál.

 

Við eldhúsborðið sat með skál

nú sannleikurinn yrði ljós

Hélt það yrði ekkert mál

að telja uppúr einni dós

Varð í framan feikna rjóð   Blush

ferlegar þá urðu raunir......  Frown

er kom úr stofu dóttir góð  Gasp

og sá að mamma taldi baunir.   Pinch

 

 


Glimmerljósið.

 

Þegar ég fór til Danmerkur í nóvember, keypti ég mér tvær ógurlega fallegar jóla-glimmerkúlur í Tívolí.  Önnur var með ljósaperu inní, til að hengja upp.  Hin var með standi og ætlast til að sett væri inn í hana teljós.

.

011

.

Það var ekki auðveldast í heimi að koma þessum djásnum heim.... þurfti að hafa í handfarangri og fara afar varlega með.  Á leiðinni, stakk ég hönskum í sama poka.  Þegar ég kom heim og tók upp úr pokanum, blöstu ekki við mér leðurhanskar, heldur glimmerhanskar .   Obbobobb.  Of mikið glimmer.

Þá fékk ég snilldarhugmynd.  Wink  Ég ætlaði sjálf að eiga ljósið sem hengja átti upp...... en mamma átti að fá teljósið með glimmerinu sem hrundi út um allt.  Ógurlega fallegt... but you know, too much glimmer for me.  Smile

Síðan rennur upp aðfangadagskvöld og mamma opnar pakkann frá mér.  Hún fékk bók og þetta líka gullfallega glimmerljós og var afar ánægð.  Ég var sko líka ánægð.  LoL

Eftir að allir pakkarnir höfðu verið opnaðir, fór ég í eldhúsið að útbúa ís og marengs-ávaxta-rjóma-kókosbollu-eftirrétt.   Skömmu síðar gekk ég í stofuna. 

Ó !  Gasp  Sé ég ekki hvar mamma er búin að taka glimmerljósið uppúr kassanum og er að skella því á stofuborðið hjá mér.  Pinch  Glimmerið nánast þakti borðið á augabragði.  Þvílíkt magn !  Frown

Mamma fór alsæl heim með ljósið og þetta var eiginlega bara mátulegt á mig !

 

 


Gleðilegt ár 2008 !

 

Flugeldar_IMG_4702

 

Kæru vinir !

Takk fyrir frábær samskipti hér á blogginu.

Þið eruð stórskemmtileg.  Smile

Ársins 2007 mun ég minnast með gleði og þakklæti fyrir svo margt.

Árið 2007 var líka ár sorgar.  Gillí frænka mín kvaddi þennan heim, aðeins 46 ára gömul.

Ég sakna hennar.

Ragnheiður, góð bloggvinkona mín,  fær stórt knús frá mér í dag.  Heart

.

Bestu óskir til ykkar allra um gæfu og góða heilsu á árinu 2008.  Wink

 

 

 


Tók í nefið.

 

Þið hefðuð átt að sjá upplitið á dýrunum mínum í dag !

Já, ég get bara sýnt ykkur það.... bíðið aðeins.....

.

 ..... segi eins og Sparisjóðurinn, "augnablik"  Pouty

.

Svona var upplitið á þeim.

.

fem

.

kis

.

Mikið ofboðslega eru þetta annars búin að vera skemmtileg jól.  Í gær fór ég að spila bridge á Blönduósi á árlegu móti sem einkennist af léttleik.  Við Borgfirðingar fórum í rútu og á leiðinni heim var mikið fjör og mikið gaman.  Ég drakk koníak og tók í nefið að góðra manna sið.  Geri það einu sinni á ári, bara í þessari ferð.  Síðan er voða gaman að telja hnerrana og þetta árið urðu þeir sjö.  W00t  Í dag er ég svo alveg fjallhress.  Man samt ekki eftir því að hafa séð hresst fjall.  FootinMouth


Leyndarmálið afhjúpað með stæl.

.

 

Þegar bróðir minn og ég vorum um 6-7 ára aldurinn,  var rökhugsun að byrja að myndast í kollinum á okkur.  Á þeim tíma sváfum við í sama rúmi, hálftvíbreiðu.  Herbergið okkar var á annarri hæð og ekkert opnanlegt fag á glugganum.

Eitt kvöldið, rétt fyrir jól, þegar við vorum komin í rúmið, fórum við að velta því fyrir okkur hvernig í ósköpunum jólasveinninn færi að því að gefa okkur í skóinn.  Við fundum það út að jafnvel þótt hann hefði stiga, kæmist hann ekki inn um glugga sem ekki var hægt að opna.

Við ákváðum að upplýsa málið í eitt skipti fyrir öll.  Bróðir minn sótti vasaljós og ég man vel spenninginn undir sænginni með vasaljósið, meðan við biðum eftir jólasveininum. 

Við biðum lengi lengi.  Loks heyrðum við fótatak í stiganum.  Hjartað fór að hamast og spenningurinn varð nær óbærilegur.  Þegar við heyrðum að sveinki var kominn inn í herbergið okkar, sviftum við af okkur sænginni og lýstum með vasaljósinu beint í andlitið.............

......... á mömmu.  Blush


Gormur fæddist á jóladag.

.

Jóladagur rann upp með jólasnjó og hátíðablæ....... 

.

jólatré

.

Dýr og menn fóru út og léku sér saman.....hundurinn hérna.....

.

hundur

.

Þetta er hún kisa....... nýfarin.....

.

kisi

.

Snjókarl fæðist........

.

snjókarl

.

Hér er búið að nefna hann... GORMUR...... og hann unir sér vel með vinkonum sínum.

.

félagar

.


Úúúúúúú.... ég er svo spennt :-)

.

Jólasveinarnir eru búnir að skreyta í Borgarfirði.  Þeir leggja bómull yfir öll fjöllin.  Joyful

.

bómull 

.

slæða

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband