26.10.2007 | 21:53
Vísnakvöld að hætti hússins.
Jæja..... smá vísnakvöld af því að það er ekkert merkilegt í sjónvarpinu.
Einu reglurnar eru þær að vísurnar séu innan siðsemismarka og rími a.m.k. stundum.
Stuðlar og höfuðstafir bannaðir í kvöld. Mínusstig fyrir stuðul.
.
.
26.10.2007 | 14:03
Viðvörun !
Eftir töluverðar rigningar undanfarna daga er sólin núna að brjótast fram.
Af því tilefni gef ég út viðvörun:
.
Það er aldeilis stórhættulegt að sleikja sólina.
Láttu þér ekki einu sinni detta það í hug....
.
.
25.10.2007 | 19:46
10 litlir negrastrákar.
Í fréttunum í kvöld komu fram hörð mótmæli á nýja útgáfu bókarinnar 10 litlir negrastrákar.
Einstaka sinnum verð ég orðlaus og það varð ég í kvöld.
.
.
.
Ef það má ekki lengur lesa þessa bók.... sem var ein af mínum uppáhaldsbókum í æsku, þá vil ég núna láta banna eftirtaldar bækur:
Láki...... særandi fyrir alla með stór eyru.
Gosi...... niðurlægjandi fyrir alla með stórt nef.
Mjallhvít og dvergarnir sjö..... hræðilegt gagnvart litlu fólki, dvergum og fólki með hvíta húð.
Vonda fóstran..... hvaða rugludallur skrifaði hana?
Einar Áskell...... af því bara.... ég er komin í stuð.
24.10.2007 | 22:44
Gillí frænka.
Það er mikið á Gillí lagt þessa dagana. Ofan á krabbamein er hún komin með blóðtappa í lunga. Mér þætti vænt um ef þið senduð henni hlýjar kveðjur á blogginu hennar gislina.blog.is
.
Nýjar fréttir: Gillí er búin að fá heimfararleyfi. Við heyrum vonandi frá henni síðar í dag.
.
Spil og leikir | Breytt 25.10.2007 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2007 | 17:23
Hversu klár ertu ?
Eitt þessara barna ætlar að verða fimleikastjarna.....getur gengið á höndum jafnt sem fótum...... farið flikk flakk heljarstökk og allan pakkann.
.
Hvaða barn er það ?
.
.
23.10.2007 | 17:13
Innanhúss-símanúmer með áhugaverðum endastaf.
Vinnufélagar mínir eru nánast eingöngu karlmenn. Einn þeirra kom að máli við mig í dag. Hann spurði hvort það hefði verið ég, sem sá til þess að í innanhúss-símkerfi fyrirtækisins er það einmitt mitt símanúmer sem endar á sex.
.
Já, ég hélt það nú.... .... sagði að eftir langa og stranga umhugsun, hefði ég metið það svo, að ég væri sú eina innan fyrirtækisins sem gæti borið símanúmer sem endar á sex.
.
"Maður hugsar bara Anna og sex til að muna númerið" sagði hann og hélt að hann væri að snerta viðkvæma strengi hjá mér.
.
"Hvernig þætti þér að hugsa Jón og sex" spyr ég hann.
.
"Nei ! Það gengur ekki" segir hann, "ég fíla ekki stór brjóst".
.
.
Með því að setja endastafinn sex hjá mér en ekki einhverjum karlmanninum, kom ég í veg fyrir stórslys innan fyrirtækisins...
22.10.2007 | 16:46
Ég horfði með lotningu.
Þegar ég var að alast upp, var ekki allt vaðandi í peningum eins og nú. Það varð því mikil gleði hjá mér og bróður mínum þegar við fengum gefins notað reiðhjól.... saman. Ég hef líklega verið um 8 ára gömul og hann þá ári eldri.
.
.
Að eiga reiðhjól krefst þess að maður læri að hjóla. Það er sko ekki vandalaust. Í Dal var ákaflega vel hönnuð brekka fyrir þess háttar lærdóm... að vísu malarbrekka en malbik var ekki að finna innan 60 kílómetra radíuss.
.
Margar ferðirnar lét ég mig gossa niður brekkuna, til að læra þá miklu tækni, að halda jafnvægi á hjóli... en alltaf datt ég á hausinn. Við vorum að æfa okkur einn daginn, ég og Halldór frændi. Ég horfi á eftir honum niður brekkuna og viti menn ! Hann datt ekki. Hann hjólaði ! Vá maður.... ég horfði á hann með lotningu. Sennilega hefur mér aldrei nokkurn tíma þótt nokkur persóna jafnmerkileg og mér fannst frændi minn vera á þessari stundu. Halldór frændi sko.
.
22.10.2007 | 12:48
Laglegur botnlangi.
Ég heyrði eftirfarandi sögu á kaffistofunni í morgun og hún mun vera sönn:
.
84 ára gamall maður fór til læknis, sárþjáður af verkjum í kviðarholinu. Læknirinn ályktaði að sá gamli væri með botnlangakast. Gamli var sendur hið snarasta á spítala og skorinn upp. Botnlanginn reyndist hins vegar vera fínn og fallegur svo læknarnir saumuðu öldunginn saman aftur. Stuttu síðar rak gamli maðurinn allhressilega við og þar með hvarf verkurinn.
.
21.10.2007 | 11:44
Langbesti brandari sem ég hef lesið.
Það voru þrír iðnaðarmenn að byggja hús. Einn var málari, annar pípari og sá þriðji múrari. Þeir voru í matarhléi og samræðurnar snerust um hús og byggingarstíl. Málarinn hafði mjög ákveðna skoðun á byggingastíl og litasamsetningu hverfa. Píparinn var áhugasamur um ýmsar gerðir röra og hvernig þau gætu tengst skemmtilega. Múrarinn vildi helst bara tala um múrblöndur og vinnubrögð við sléttun gólfa. Samtalið var sundurleitt og talaði hver ofan í annan. Eftir hádegið fór málarinn og sótti stiga. Hann reisti stigann upp við húsið og klifraði upp. Þegar upp á þakskörina var komið
kallaði hann niður til hinna. Hei strákar ! Ég gleymdi
málningarfötunni. Eruð þið ekki til í að koma henni hingað upp.
Múrarinn prílar upp stigann með málningarfötuna og réttir málaranum. Þá uppgötvar málarinn að hann vantar málningarrúlluna.
Hann hrópar á píparann: Hei ! Getur þú komið upp með málningarrúlluna ? Píparinn fetar sig upp stigann með málningarrúlluna
og réttir málaranum. Þarna standa þeir allir þrír í stiganum og þá segir málarinn:
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Hvað sagði hann aftur ? Bíddu...... jú, þá sagði málarinn: "Hei strákar....viljið þið"
Æ, ég man ekki alveg hvað hann sagði... en það var alveg hroðalega fyndið.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2007 | 01:15
Hver er æskileg stigasídd ?
Það er svo margt sem gerist á síðari stigum.
Gerist aldrei neitt á styttri stigum ? Og hvað þurfa stigarnir að vera síðir ?
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði